Hótanir sem lýsi miklum hroka

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert

Hót­an­ir for­svars­manna fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi um flutn­ing á störf­um fisk­verka­fólks úr landi lýsa mikl­um hroka og skorti á sam­fé­lags­legri ábyrgð. Þetta seg­ir í álykt­un miðstjórn­ar Alþýðusam­bands Íslands, um mögu­leg­ar upp­sagn­ir í botn­fisk­vinnslu hér á landi.

Lýs­ir miðstjórn­in þung­um áhyggj­um af fyr­ir­hugaðri fækk­un á störf­um í fisk­vinnslu víða um land.

„Slík­ar hót­an­ir kalla á end­ur­skoðun sjáv­ar­út­vegs­stefn­unn­ar þar sem tekið yrði sér­stak­lega á þess­um vanda til að tryggja bet­ur at­vinnu­ör­yggi í land­vinnsl­unni,“ seg­ir í álykt­un­inni sem held­ur svo áfram:

„ Þeim fyr­ir­tækj­um sem fara með af­nota­rétt af sam­eig­in­legri auðlind þjóðar­inn­ar ber skylda til að tryggja að arður­inn af henni renni til sam­fé­lags­ins en ekki ein­göngu til eig­enda sjáv­ar­út­vegs fyr­ir­tækj­anna.

Launa­fólk í heilu byggðarlög­un­um á stöðugt á hættu að missa lífsviður­væri sitt vegna til­færslu afla­heim­ilda og hagræðing­araðgerða í sjáv­ar­út­vegi sem hafa það eina mark­mið að há­marka gróða eig­end­anna.

Mikið hef­ur skort á rétt­láta skipt­ingu arðs af fisk­veiðiheim­ild­um og löngu tíma­bært að sjáv­ar­út­veg­ur­inn greiði sann­gjarnt af­gjald fyr­ir af­nota­rétt­inn sem m.a. nýt­ist til upp­bygg­ing­ar í þeim byggðarlög­um sem verða fyr­ir barðinu á breyt­ing­um í grein­inni.“

mbl.is