Stefnir í uppsagnir á Raufarhöfn

Við höfnina í Raufarhöfn.
Við höfnina í Raufarhöfn. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Allt stefn­ir í að tíu til tólf manns missi vinn­una hjá fisk­vinnsl­unni Hólm­steini Helga­syni ehf. á Raufar­höfn í vor eða rúm 6,5 pró­sent íbúa þorps­ins.

Aðal­steinn Árni Bald­urs­son, formaður stétt­ar­fé­lags­ins Fram­sýn­ar, seg­ir að sárt sé að sjá á eft­ir þeim störf­um sem hverfa en málið sé flókið og ekki víst að störf­um fækki í bæn­um.

„Það er ekki al­veg svo ein­falt að öll störf­in hverfi úr bæn­um. Á Raufar­höfn eru rekn­ar tvær öfl­ug­ar fisk­vinnsl­ur, þ.e. GBG-fisk­verk­un og fisk­vinnsla Hólm­steins Helga­son­ar. Byggðakvót­inn rann all­ur til GBG að þessu sinni og því var ekki for­senda til að halda öll­um í vinnu hjá Hólm­steini Helga­syni.“

Aðal­steinn gagn­rýn­ir ákvörðun Byggðastofn­un­ar um út­hlut­un kvót­ans og seg­ir að stofn­un­in hefði átt að líta til sér­stöðu bæj­ar­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: