Stjórnarfundi HB Granda lokið

Stjórn HB Granda fundaði í hádeginu.
Stjórn HB Granda fundaði í hádeginu. mbl.is/Golli

Stjórn­ar­fundi HB Granda, þar sem rædd voru mögu­leg enda­lok botn­fisk­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á Akra­nesi, er nú lokið.

Að fund­in­um lokn­um náði mbl.is tali af Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni, for­stjóra HB Granda. Sagði hann að ákveðin niðurstaða hefði náðst á fund­in­um sem hann gæti þó ekki greint frá að svo stöddu. Hún yrði hins veg­ar kynnt full­trú­um starfs­manna og verka­lýðshreyf­ing­unni síðar í dag.

Spurður hvort ekki hafi verið rætt við for­svars­menn Akra­nes­kaupstaðar áður en þessi mögu­lega lok­un var boðuð, og til­heyr­andi upp­sagn­ir, seg­ir Vil­hjálm­ur:

„Við erum bún­ir að vera að ræða við þá í tíu ár. Á síðastliðnum þrem­ur árum höf­um við svo lýst sýn okk­ar á það hver aðstaðan þyrfti að vera ef við ætluðum í upp­bygg­ingu á allri okk­ar starf­semi á Akra­nesi. Og það er al­veg ljóst að for­senda henn­ar hef­ur verið bætt hafn­araðstaða og upp­fyll­ing. Við höf­um um hvor­ugt þetta að segja.“

mbl.is