Fiskvinnslurnar ekki á leið úr landi

Jens Garðar Helgason, formaður SFS.
Jens Garðar Helgason, formaður SFS. mbl.is/Árni Sæberg

Það stend­ur ekki til hjá ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um að fara með fisk­vinnsl­ur sín­ar úr landi og seg­ir Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, að ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafi á und­an­förn­um árum varið mikl­um fjár­mun­um til fjár­fest­inga í fisk­vinnsl­um vítt og breitt um landið. 

Nokkr­ir hafa stigið fram í dag og gagn­rýnt Heiðrúnu Lind Marteins­dótt­ur fyr­ir að hafa ýjað að því í sam­tali við kvöld­frétt­ir Stöðvar 2 í gær­kvöldi að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki kynnu að fara úr landi með fisk­vinnsl­ur sín­ar. Meðal þeirra eru Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem gagn­rýndi harðlega slík­ar fyr­ir­ætlan­ir í ræðustól Alþing­is í dag og Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, sem sagði hót­an­irn­ar „lýsa mikl­um hroka“.

Rekstr­ar­um­hverfi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er að þyngj­ast

Jens Garðar seg­ir að rekstr­ar­um­hverfi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sé stöðugt að þyngj­ast og hafi und­an­farið þyngst mjög mikið. „Kostnaðar­hækk­an­ir inn­an­lands og styrk­ing krón­unn­ar, sem og lægra verð á er­lend­um mörkuðum í mörg­um teg­und­um eru meðal aðliggj­andi þátta sem verða til þess að rekstr­ar­um­hverfið er mjög erfitt um þess­ar mund­ir,“ seg­ir Jens.

Hann árétt­ar að orð fram­kvæmda­stjóra SFS hafi verið slit­in úr sam­hengi og að fisk­vinnsl­an sé ekki á leiðinni úr landi. „Orð fram­kvæmda­stjór­ans voru slit­in úr sam­hengi, og það er miður að slíkt hafi gerst.“

Arður­inn sem hef­ur orðið í sjáv­ar­út­vegi frá banka­hruni hef­ur meira og minna farið í fjár­fest­ingu í grein­inni að sögn Jens Garðars, í end­ur­nýj­un á skipa­kosti og fram­leiðslu­tækj­um í landi. „Og það er akkúrat fyr­ir kerfið sem við höf­um í dag að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er bet­ur í stakk bú­inn að tak­ast á við þær áskor­an­ir sem blasa við grein­inni,“ seg­ir Jens. „Því má ekki gleyma í al­mennri umræðu um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið og grein­ina í heild. Íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki búa yfir frá­bæru og góðu starfs­fólki og eru stolt af því að full­vinna ís­lensk­an fisk hér á landi. Á því verður eng­in breyt­ing.“

„Okk­ur hef­ur tek­ist að byggja upp öfl­ug fyr­ir­tæki sem stand­ast áskor­an­irn­ar, jafn­vel þótt þau þurfi að hagræða. Það gleym­ist oft í umræðunni. Við vær­um í mun verri mál­um ef fyr­ir­tæk­in væru ekki búin að búa í hag­inn með fjár­fest­ing­um, bæði í skip­um og fram­leiðslu­tækj­um. Með áherslu á meiri gæði á bet­ur borg­andi mörkuðum,“ seg­ir hann.

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það af og frá …
Formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi seg­ir það af og frá að fisk­vinnsl­ur séu á leið úr landi. Um fjög­ur þúsund manns starfa við fisk­vinnslu á Íslandi. mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son
mbl.is