Er þetta loðnasti köttur í heimi?

Pixie er ákaflega loðin. Í raun líkist hún stórum hnoðra.
Pixie er ákaflega loðin. Í raun líkist hún stórum hnoðra. Skjáskot / Bored Panda

Heim­il­iskött­ur­inn Pix­ie, sem er af teg­und­inni Maine Coon, er lík­lega einn af loðnari kött­um ver­ald­ar. Eig­end­ur Pix­ie tóku hana að sér þegar hún var kett­ling­ur, en þá var hún þegar orðin tölu­vert stærri en flest­ir heim­iliskett­ir.

Nú er Pix­ie vax­in úr grasi og segja má að hún sé orðin stór og stæðileg. Þá er hún einnig sér­stak­lega loðin og fer því ein­stak­lega mikið úr hár­um.

Eins og fram kem­ur í frétt Bor­ed Panda eru eig­end­ur Pix­ie þó yfir sig hrifn­ir af henni og segja að þó að það sé mik­il vinna að halda heim­il­inu hreinu sé það fylli­lega þess virði.

Pixie þykir gott að fá sér lúr á tölvu eigenda …
Pix­ie þykir gott að fá sér lúr á tölvu eig­enda sinna. Skjá­skot / Bor­ed Panda
Eigendur Pixie eyða miklum tíma í að halda feldi hennar …
Eig­end­ur Pix­ie eyða mikl­um tíma í að halda feldi henn­ar snyrti­leg­um. Skjá­skot / Bor­ed Panda
Kötturinn er engin smásmíði.
Kött­ur­inn er eng­in smá­smíði. Skjá­skot / Bor­ed Panda
mbl.is