Heimiliskötturinn Pixie, sem er af tegundinni Maine Coon, er líklega einn af loðnari köttum veraldar. Eigendur Pixie tóku hana að sér þegar hún var kettlingur, en þá var hún þegar orðin töluvert stærri en flestir heimiliskettir.
Nú er Pixie vaxin úr grasi og segja má að hún sé orðin stór og stæðileg. Þá er hún einnig sérstaklega loðin og fer því einstaklega mikið úr hárum.
Eins og fram kemur í frétt Bored Panda eru eigendur Pixie þó yfir sig hrifnir af henni og segja að þó að það sé mikil vinna að halda heimilinu hreinu sé það fyllilega þess virði.