Framkvæmdin gæti tekið fjögur ár

Akraneshöfn. Myndin sýnir hvar landfyllingin myndi koma. Hún yrði talsvert …
Akraneshöfn. Myndin sýnir hvar landfyllingin myndi koma. Hún yrði talsvert minni en hér er sýnt.

Gerð landfyllingar eins og áformuð er á Akranesi mun taka langan tíma, mögulega allt að fjögur ár. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna sf., þarf að breyta aðalskipulagi Akraness og vinna deiliskipulag.

Þá þarf að vinna umhverfisfyrirspurn og bíða úrskurðar Skipulagsstofnunar um það hvort verkefnið sé umhverfismatsskylt. „Ætla má að undirbúningur geti tekið 2 ár og framkvæmd allra verkþátta a.m.k annað eins. Vera kann að einhverjir verkþættir innan hafnar geti tekið skemmri tíma,“ segir Gísli.

Þegar mögulegur flutningur á vinnslu HB Granda upp á Akranes var til skoðunar seinni hluta árs 2014 var um það rætt að landfyllingin við Akraneshöfn yrði 70 þúsund fermetrar. Nú er rætt um minni landfyllingu, eða 40 þúsund fermetra, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: