Framkvæmdin gæti tekið fjögur ár

Akraneshöfn. Myndin sýnir hvar landfyllingin myndi koma. Hún yrði talsvert …
Akraneshöfn. Myndin sýnir hvar landfyllingin myndi koma. Hún yrði talsvert minni en hér er sýnt.

Gerð land­fyll­ing­ar eins og áformuð er á Akra­nesi mun taka lang­an tíma, mögu­lega allt að fjög­ur ár. Að sögn Gísla Gísla­son­ar, hafn­ar­stjóra Faxa­flóa­hafna sf., þarf að breyta aðal­skipu­lagi Akra­ness og vinna deili­skipu­lag.

Þá þarf að vinna um­hverf­is­fyr­ir­spurn og bíða úr­sk­urðar Skipu­lags­stofn­un­ar um það hvort verk­efnið sé um­hverf­is­mats­skylt. „Ætla má að und­ir­bún­ing­ur geti tekið 2 ár og fram­kvæmd allra verkþátta a.m.k annað eins. Vera kann að ein­hverj­ir verkþætt­ir inn­an hafn­ar geti tekið skemmri tíma,“ seg­ir Gísli.

Þegar mögu­leg­ur flutn­ing­ur á vinnslu HB Granda upp á Akra­nes var til skoðunar seinni hluta árs 2014 var um það rætt að land­fyll­ing­in við Akra­nes­höfn yrði 70 þúsund fer­metr­ar. Nú er rætt um minni land­fyll­ingu, eða 40 þúsund fer­metra, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: