Harma hótanir sjávarútvegsfyrirtækja

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Fram­sýn stétt­ar­fé­lag harm­ar mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sem með hót­un­um hafa boðað að fyr­ir­tæki í fisk­vinnslu séu með til skoðunar að flytja starf­sem­ina úr landi.  Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í álykt­un sem stjórn Fram­sýn­ar, stétt­ar­fé­lags samþykkti á fundi sín­um í gær­kvöldi.

Álykt­un um starfs­ör­yggi fisk­vinnslu­fólks

„Fram­sýn stétt­ar­fé­lag harm­ar mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sem með hót­un­um hafa boðað að fyr­ir­tæki í fisk­vinnslu séu með til skoðunar að flytja starf­sem­ina úr landi. Það er for­svars­menn fyr­ir­tækja sem hafa í mörg­um til­fell­um greitt sér him­in háar arðgreiðslur á und­an­förn­um árum. Nú þegar árar ekki eins vel er stefn­an tek­in á út­lönd með auðlind­ina sem er sam­eig­in­leg eign ís­lensku þjóðar­inn­ar,“ seg­ir í álykt­un­inni.

„Þess­ar glóru­lausu yf­ir­lýs­ing­ar koma í kjöl­far verk­falls sjó­manna sem kostaði fisk­vinnslu­fólk víða um land at­vinnum­issi og veru­legt tekjutap.

Fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­in halda áfram að ögra byggðarlög­un­um í land­inu með því að boða frek­ari flutn­ing á störf­um milli lands­hluta og/​eða byggðalaga.

Alþingi get­ur ekki leng­ur setið aðgerðarlaust hjá við þess­ar aðstæður. Yf­ir­lýs­ing­ar sem þess­ar kalla á tafa­laus­ar aðgerðir og  end­ur­skoðun á sjáv­ar­út­vegs­stefn­unni með það að mark­miði að tryggja að hand­haf­ar kvót­ans geti ekki kom­ist upp með svona vinnu­brögð.“

mbl.is