Útgerðir horfi til samfélagslegrar ábyrgðar

HB Grandi tilkynnti áform um fjöldauppsagnir á Akranesi í vikunni.
HB Grandi tilkynnti áform um fjöldauppsagnir á Akranesi í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útgerðarfyr­ir­tæki verða að horfa til sam­fé­lags­legr­ar ábyrgðar sinn­ar þegar kem­ur að byggðarlög­um sem byggja allt sitt upp á sjáv­ar­auðlind­inni.

Svo hljóm­ar bók­un stjórn­ar Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga, sem hald­inn var í gær.

Var þar meðal ann­ars rædd sú staða sem upp er kom­in á Akra­nesi vegna fyr­ir­hugaðra upp­sagna HB Granda.

„Í ljósi umræðu sein­ustu daga vill stjórn Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga lýsa yfir ánægju sinni með þá ákvörðun HB Granda um að fresta því að loka botn­fisk­vinnslu fé­lags­ins á Akra­nesi og ganga til viðræðna við bæj­ar­stjórn Akra­nes­bæj­ar,“ seg­ir í bók­un­inni.

Sveit­ar­fé­lög fái hluta veiðigjalda

Stjórn­in legg­ur þá áherslu á að „jafn stór­ar ákv­arðanir sem þess­ar séu ekki tekn­ar án þess að búið sé að ræða við full­trúa þess sveit­ar­fé­lags sem um ræðir. Það að tæp­lega 100 starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins og nærsam­fé­lags­ins þurfi að búa við þessa óvissu er óviðun­andi ástand og verða út­gerðarfyr­ir­tæki að horfa til sam­fé­lags­legr­ar ábyrgðar sinn­ar þegar kem­ur að byggðarlög­um sem byggja allt sitt upp á sjáv­ar­auðlind­inni.“

Seg­ir þá að að gefnu til­efni vilji stjórn­in einnig ít­reka kröfu sína, um að sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­lög fái hluta af veiðigjöld­um til sín svo þau geti bet­ur tek­ist á við það ef slík áföll verða að veru­leika.

mbl.is