Erfið gengisþróun og færri krónur

Talsverð umsvif fylgja grásleppuvertíðinni. Á myndinni skera þau f.v. Julia …
Talsverð umsvif fylgja grásleppuvertíðinni. Á myndinni skera þau f.v. Julia Janiak, Viliam Bilsák og Mirek Trojanowski grásleppu hjá GPG. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Gengið kem­ur fljót­lega upp í umræðunni þegar rætt er við út­gerðar­menn og fisk­verk­end­ur þessa dag­ana. Sú var raun­in þegar rætt var við Gunn­laug Hreins­son, fram­kvæmda­stjóra GPG Sea­food á Húsa­vík, í vik­unni.

Hann seg­ir að í sjálfu sér sé verð ágætt í markaðslönd­un­um, en hvort sem selt sé í evr­um eða doll­ur­um hafi geng­isþróun verið þannig síðasta árið að miklu færri krón­ur skili sér til selj­enda.

Minna unnið af salt­fiski og fram­leiðend­um fækk­ar

„Vegna verk­falls sjó­manna, sem kom á versta tíma, hef­ur mun minna verið fram­leitt af salt­fiski í vet­ur en und­an­far­in ár, ætli sam­drátt­ur­inn sé ekki um 40%,“ seg­ir Gunn­laug­ur, en verk­fallið stóð í tíu vik­ur og lauk 20. fe­brú­ar.

„Auk þess hafa stór­ir salt­fisk­fram­leiðend­ur snúið sér að öðru og ég gæti trúað að fækkað hafi um 4-5 fyr­ir­tæki á síðastliðnu ári. Menn hafa gef­ist upp á þessu hver á fæt­ur öðrum og þá fyrst og fremst vegna geng­isþró­un­ar. Marg­ir hafa líka lagt aukna áherslu á að flytja út fersk­an fisk. Það hjálp­ar í ár að pásk­arn­ir eru frek­ar seint, en stór hluti fram­leiðslunn­ar er stílaður inn á föst­una.“

Lengri greiðslu­frest­ur og lækkað verð

Síðasta árið hef­ur verið erfitt fyr­ir þá sem þurrka afurðir og selja til Níg­er­íu. Sum­ir hafa ekki losnað við fram­leiðsluna, en þeir sem hafa selt þangað hafa þurft að sætta sig við veru­lega verðlækk­un.

„Núna fáum við um 40% af því sem við feng­um fyr­ir 18 mánuðum,“ seg­ir Gunn­laug­ur. „Þar spil­ar gengið stóra rullu og líka gjald­eyr­is- og inn­flutn­ings­höft í Níg­er­íu. Við höf­um losnað við okk­ar fram­leiðslu með lengd­um greiðslu­fresti og lækkuðu verði, en þetta er erfitt.“

Grá­sleppu­vertíðin fer ró­lega af stað frá Húsa­vík og eru þrír bát­ar byrjaðir að róa. Óvissa hef­ur verið um verð og hver fjöldi leyfi­legra veiðidaga verður.

Grá­sleppu­hrogn eru yf­ir­leitt seld í evr­um og fara til kavíar­fram­leiðslu víða. Gunn­laug­ur seg­ir að fyr­ir ári hafi feng­ist 143 krón­ur fyr­ir evr­una en núna fá­ist 120 krón­ur þannig að lækk­un­in sé um 20%. Hvelj­an hef­ur síðustu ár verið seld fryst til Kína og er verð fyr­ir hana reiknað í doll­ur­um, þar hef­ur lækk­un­in verið 15-18%.

„Ástand á mörkuðum virðist vera gott og þrátt fyr­ir geng­isþró­un­ina er verið að hækka verð til sjó­manna. End­an­legt verð ligg­ur ekki fyr­ir, en hækk­un­in gæti verið 15-20% frá síðasta ári. Það þarf mikla hækk­un á hrogn­um til að það gangi eft­ir og von­andi verður inni­stæða fyr­ir slíkri hækk­un,“ seg­ir Gunn­laug­ur.

Von­andi inni­stæða fyr­ir hækk­un

Hann seg­ir að mjög mikið hafi verið af fiski um all­an sjó og ein­hverj­ir grá­sleppu­sjó­menn víli fyr­ir sér að byrja vegna þess. Ekki sé spenn­andi að fylla net­in af þorski því slíkt fari hvorki vel með net né fisk. Þá sé mikið af grá­sleppu­flot­an­um ekki með heim­ild­ir fyr­ir þorski og þá þurfi að leigja þær, sem sé kostnaðarsamt.

„Það er bara allt of snemmt að byrja 20. mars, vegna þess að það er svo mik­ill þorsk­ur á slóðinni. 1. apríl væri nær lagi eða jafn­vel enn síðar. Hluti af því að byrja svona snemma er að sum­ir eru með tvo báta á grá­slepp­unni og vilja ljúka þeirri vertíð áður en strand­veiðarn­ar byrja 1. maí.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: