Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í undirhöku.
Sæl og blessuð,
mig langar að spyrja er hægt að fara í fitusog og laga undirhöku sem er komin vegna aldurs. Ég er 63 ára. Mig langar svo að losna við undirhökuna fyrir fullt og allt.
Kærar þakkir fyrir svarið.
Sæl og takk fyrir spurninguna.
Fitusog á undirhöku er nokkuð algeng aðgerð og hægt að framkvæma í staðdeyfingu með sk. slævingu (róandi lyf og verkjalyf gefin í æð). Mikilvægt (eins og raun alltaf) er að velja sjúklingana vel, þ.e. fitan þarf að vera staðsett undir húðinni framan við ysta vöðvalagið (platysma-vöðvinn) til þess að fitusog sé mögulegt. Stundum nægir ekki fitusog og nauðsynlegt að framkvæma strekkingu á húðinni og undirliggjandi vöðva. Til þess að viðhalda „fallegu horni“ undir höku, er mikilvægt að æfa þennan vöðva eins og aðra vöðva. Það er ekki óalgengt að fólk kunni jafnvel ekki að spenna vöðvann.
Best er að hitta lýtalækni og fá ráðleggingar um hvað kemur til greina hjá þér.
Gangi þér vel og bestu kveðjur,
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.