Með vinnslugetu á við lítið sjávarþorp

Júlíus Geirmundsson ÍS 270 siglir út Sundin á leið úr …
Júlíus Geirmundsson ÍS 270 siglir út Sundin á leið úr heimahöfn á Ísafirði. Ljósmynd/Kristján G. Jóhannsson

Fyrsta skipið með nafn­inu Júlí­us Geir­munds­son var í eigu Gunn­var­ar hf. og kom til heima­hafn­ar á Ísaf­irði þann 2. mars 1967 eða fyr­ir rúm­lega fimm­tíu árum. Fjög­ur skip hafa borið nafnið og ein­kenn­is­staf­ina ÍS 270. Útgerð skip­anna hef­ur gengið vel og sam­tals hafa þau borið að landi rúm­lega 200 þúsund tonn af fiski.

Kristján G. Jó­hanns­son, stjórn­ar­formaður Hraðfrysti­húss­ins - Gunn­var­ar á Ísaf­irði, hef­ur tekið sam­an fróðlega grein um sögu þess­ara fjög­urra skipa þar sem ým­is­legt sem teng­ist bygg­ingu þeirra og út­gerð kem­ur fram. Einnig spegl­ar grein hans breyt­ing­ar sem hafa orðið á ís­lenska fiski­skipa­flot­an­um á síðustu ára­tug­um og jafn­vel heims­mynd­inni ef því er að skipta.

Á grein Kristjáns á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins er byggt í þess­ari sam­an­tekt með góðfús­legu leyfi Kristjáns.

Fyrsti bát­ur­inn var smíðaður á Ísaf­irði

Gunn­vör hf. og Hraðfrysti­húsið hf. í Hnífs­dal sam­einuðust árið 1999 und­ir nafn­inu Hraðfrysti­húsið – Gunn­vör hf. og ger­ir m.a. út frysti­tog­ar­ann Júlí­us Geir­munds­son ÍS. Á þeim 27 árum, sem frysti­tog­ar­inn hef­ur verið gerður út hef­ur hann aflað rúm­lega 120 þúsund tonna og áætla má að verðmæti þess afla á verðlagi árs­ins 2016 sé um 41,5 millj­arðar króna.

Fyr­ir­tækið Gunn­vör hf. var stofnað 7. októ­ber 1955 af bræðrun­um Jó­hanni og Þórði Júlí­us­son­um, Jóni B. Jóns­syni, Mar­gréti Leós­dótt­ur, Báru Hjalta­dótt­ur og Helgu Engil­berts­dótt­ur.

Fyrsti bát­ur fé­lags­ins var mb. Gunn­vör ÍS 270, 47 tonn að stærð, smíðaður af M. Bern­h­arðsson á Ísaf­irði árið 1956. Árið 1962 bætt­ist stál­skipið Guðrún Jóns­dótt­ir ÍS 267 í flot­ann, 156 tonn að stærð smíðuð í Flekk­efjord í Nor­egi og bar það nafn móður þeirra bræðra Jó­hanns og Þórðar.

Fyrsta skipið til að bera nafnið kemur úr slipp á …
Fyrsta skipið til að bera nafnið kem­ur úr slipp á Ísaf­irði, en skipið kom til lands­ins í mars 1967. Ljós­mynd/​Mar­grét Leós

Vopnaðir verðir voru með í för

Þriðja skip fyr­ir­tæk­is­ins var fyrsti Júlí­us Geir­munds­son ÍS 270, 268 lesta skip byggt í Boizen­burg við Elbu í Aust­ur-Þýskalandi eft­ir teikn­ingu Ísfirðings­ins Hjálm­ars Bárðar­son­ar, skipa­verk­fræðings. Skipið kom til Ísa­fjarðar 2. mars 1967 og var ann­ar af átta bát­um, sem smíðaðir voru fyr­ir Íslend­inga í Boizen­burg. Meðal nýj­unga um borð var að Simrad-fisk­leit­ar­tækj­um fylgdi sjón­varps­skífa, svo að unnt var að fylgj­ast með fiskigöng­um í sjón­varpi.

Þegar skipið var full­smíðað var því siglt eft­ir Elbu til Ham­borg­ar, en ekki var hægt að hafa möstr­in uppi á meðan. Fóru starfs­menn skipa­smíðastöðvar­inn­ar með því og reistu möstr­in þegar til Ham­borg­ar var komið. Vopnaðir verðir voru með í för, sem sáu til þess að starfs­menn­irn­ir skiluðu sér aust­ur fyr­ir járntjaldið aft­ur.

Nöfn­in í fjöl­skyld­unni

Skipið bar nafn föður þeirra bræðra Jó­hanns og Þórðar, Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar bónda á Atla­stöðum í Fljóta­vík. Hann var fædd­ur 26. maí 1884 og bjó ásamt eig­in­konu sinni Guðrúnu Jóns­dótt­ur og börn­um á Atla­stöðum í Fljóta­vík frá ár­inu 1905 til 1946, en þá fluttu þau til Ísa­fjarðar, Júlí­us lést árið 1962 en Guðrún kona hans árið 1951. Kristján G. Jó­hanns­son, sem skrifaði grein­ina sem hér er byggt á, er barna­barn þeirra hjóna.

Júlí­us Geir­munds­son ÍS byrjaði á þorska­net­um, en fór sum­arið 1967 á síld­veiðar og var þetta síðasta al­vöru síld­arárið um sinn. Í upp­hafi árs 1969 hófu marg­ir bát­ar frá Vest­fjörðum tog­veiðar og var Júlí­us Geir­munds­son í þeim hópi. Þótt bát­arn­ir væru yf­ir­leitt ekki ætlaðir til tog­veiða gengu þær vel næstu árin og t.d. var afli Júlí­us­ar yf­ir­leitt ná­lægt tvö þúsund tonn­um á ári.

Fljót­lega var farið að kanna með hag­kvæm­ari skip til þess­ara veiða og í kjöl­farið sömdu út­gerðarfé­lög á Ísaf­irði, Súðavík og Þing­eyri við skipa­smíðastöð í Flekk­efjord í Nor­egi um smíði fimm skut­tog­ara, sömu stöð og hafði smíðað stál­bát­inn Guðrúnu Jóns­dótt­ur ÍS 267, sem kom til lands­ins í lok árs 1962.

Júlíus hinn fyrsti á togveiðum árið 1969. Greinilegt er að …
Júlí­us hinn fyrsti á tog­veiðum árið 1969. Greini­legt er að vel hef­ur fisk­ast. Ljós­mynd/​Magni Guðmunds­son

Dregið var um röð hjá borg­ar­dóm­ara

Dregið var um röð skut­tog­ar­anna fimm hjá borg­ar­dóm­ara í Reykja­vík, nafn Gunn­var­ar hf. kom fyrst upp úr pott­in­um og fékk út­gerðin því fyrsta skipið. Þess­ir skut­tog­ar­ar voru af svo­kallaðri „minni gerð“, þ.e. mæld­ust inn­an við 500 tonn.

Skut­tog­ar­inn Júlí­us Geir­munds­son, núm­er tvö í röðinni með því nafni, var 407 lesta tog­ari og kom til heima­hafn­ar á Ísaf­irði 5. des­em­ber 1972. Það voru ýmis ný­mæli í norsku tog­ur­un­um, þeir voru bún­ir vél­um til fram­leiðslu á ís um borð og afl­inn var ísaður í kassa sem bætti stór­lega meðferð hans og þar með gæði hrá­efn­is­ins fyr­ir fisk­vinnsl­urn­ar í landi.

Það var mik­il breyt­ing fyr­ir sjó­menn­ina að vera á þess­um skip­um í stað bát­anna, sem áður voru. Þau gátu verið að í verri veðrum og fóru bet­ur með mann­skap­inn. Þóttu þetta mik­il skip og til er saga af því að eitt sinn, fyrsta vet­ur Júlí­us­ar, þurfti hann að koma í land vegna veðurs. Mat­sveinn­inn var spurður hvort það hefði verið bræla og svaraði að bragði: „Ég veit það ekki, ég fór ekk­ert upp.“

Eft­ir slipp­töku í ág­úst 1972 fékk aust­ur-þýski Júlí­us nafnið Guðrún Jóns­dótt­ir ÍS 276, en var síðan seld­ur til Vest­manna­eyja í árs­byrj­un 1973 og fékk þá nafnið Krist­björg II VE 71.

Þegar leið á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar höfðu eig­end­ur Gunn­var­ar hf. áhuga á að fá nýtt og stærra skip í stað skut­tog­ar­ans Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar. Þegar ljóst var að lán feng­ist frá Fisk­veiðasjóði samdi Gunn­vör hf. við stöðina í Flekk­efjord um smíði á nýj­um skut­tog­ara, sem af­hend­ast skyldi síðla árs 1978.

Hraðfrystihúsið-Gunnvör er á fjörukambinum í Hnífsdal.
Hraðfrysti­húsið-Gunn­vör er á fjöru­kamb­in­um í Hnífs­dal. mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son

Bylt­ing frek­ar en breyt­ing

Þriðja skipið sem bar nafnið Júlí­us Geir­munds­son ÍS 270 var 497 tonna skut­tog­ari, sem fyrst kom til heima­hafn­ar á Ísaf­irði 15. júní 1979. Við komu skips­ins var rætt við Her­mann Skúla­son skip­stjóra, sem sagði að frek­ar mætti tala um bylt­ingu en breyt­ingu á veiðitækni á tog­veiðum á vél­bátn­um Guðrúnu Jóns­dótt­ur borið sam­an við nýja skipið.

Eldri Júlí­us, núm­er tvö í röðinni, gekk upp í kaup­in. Skipið var síðan selt aft­ur til Íslands og gert út frá Kefla­vík og Sauðár­króki áður en það var aft­ur selt til Nor­egs, Pól­lands og loks sigldi það und­ir fána St. Vincent and the Grena­dines.

Gunn­vör hf. samdi árið 1987 við skipa­smíðastöðina Gryfia í Stett­in i Póllandi um smíði á skut­tog­ara eft­ir teikn­ingu Bárðar Haf­steins­son­ar skipa­verk­fræðings. Eldri Júlí­us (III) þurfti að hverfa úr rekstri hér á landi til að veiðileyfi feng­ist á nýja skipið. Það fór þó svo að Síld­ar­vinnsl­an hf. á Nes­kaupstað festi kaup á skip­inu og fékk það nafnið Barði NK.

Gunn­vör hf. tók tog­ar­ann Barða NK 120 upp í kaup­in, sem var mun minna skip, smíðað í Póllandi árið 1975. Fékk það skip nafnið Guðrún Jóns ÍS 279. Til að upp­fylla kröf­ur um að skipið færi af ís­lenskri skipa­skrá var stofnað fyr­ir­tæki á eynni St Vincent and the Grena­dines og skipið skráð þar á svo­kallaðan þæg­inda­fána.

Mörg handtök þarf við vinnslu aflans hjá Gunnvöru.
Mörg hand­tök þarf við vinnslu afl­ans hjá Gunn­vöru. mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son

Af­hent skömmu fyr­ir fall Berlín­ar­múrs­ins

Barði NK (áður Júlí­us Geir­munds­son III) var seld­ur til Namib­íu árið 2002 og var nafni skips­ins breytt í Bar­di og það gert út frá Lüder­itz. Árið 2007 urðu eig­enda­skipti á skip­inu og fékk það þá nafnið Kamali.

Samn­ing­ur­inn við pólsku skipa­smíðastöðina 1987 var með öðru sniði en vant var, hún sá um smíði skrokks­ins, en Gunn­vör hf. lagði til mest all­an búnað. Þetta kom til m.a. vegna þess að þjóðfé­lagið í Póllandi var mjög lokað á þess­um árum, strang­ar regl­ur um gjald­eyrisviðskipti og skriffinnska mik­il. Á þessu slaknaði mjög á bygg­ing­ar­tíma skips­ins og allt var orðið mun frjáls­ara þegar það var af­hent, enda þá ein­ung­is tíu dag­ar í fall Berlín­ar­múrs­ins.

Í fyrstu var gert ráð fyr­ir að skipið yrði ís­fisk­tog­ari með mögu­leika á að heilfrysta afla en á bygg­ing­ar­tím­an­um var ákveðið að breyta því í flakafrysti­skip. Skut­tog­ara­væðing­in hafði á sín­um tíma mikl­ar breyt­ing­ar í för með sér og koma frysti­skip­anna voru tals­verð tíðindi, svo ekki sé meira sagt. Nokkr­um dög­um eft­ir komu frysti­skips­ins Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar sagði svo í Morg­un­blaðinu:

„Skipið hef­ur vinnslu­getu á við lítið sjáv­arþorp, en við það starfa ein­ung­is 27 menn, 25 um borð og 2 á skrif­stofu í landi. Skipið er 1.403 brútt­ót­onn, 57,5 metr­ar á lengd og 12 metra breitt. Fisk­ur­inn er full­unn­inn um borð og er af­kasta­geta um 42 tonn af fullunn­um afurðum á sól­ar­hring, en það jafn­gild­ir um 100 tonna afla upp úr sjó. Á venju­leg­um skut­tog­ara af þess­ari stærð eru um 15 menn i áhöfn þannig að aðeins er bætt við 10 mönn­um til að full­vinna veiðina.“ aij@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: