Kötturinn Keys, sem býr ásamt eiganda sínum í Kaliforníu, er þekktur fyrir að rétta upp framfæturna án nokkurrar ástæðu. Þessi furðulega hegðun hans hefur orðið til þess að hann hefur verið fótósjoppaður inn á óteljandi myndir sem birtar hafa verið í netheimum að undanförnu. Þetta æði hefur breiðst hratt út frá því að saga hans var sögð á vefnum Bored Panda fyrir nokkrum mánuðum.
Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna hann Keys hefur þann ávana að rétta fæturna beint upp í loftið. En það hefur vissulega gefið mörgum tilefni til að setja kisann í ýmsar aðstæður á myndum.
Hér að neðan gefur að líta nokkrar þeirra. Fleiri má finna hér.