Kisa sem slegið hefur í gegn

Keys gerir þetta reglulega: Teygir framfæturna upp í loftið.
Keys gerir þetta reglulega: Teygir framfæturna upp í loftið.

Kött­ur­inn Keys, sem býr ásamt eig­anda sín­um í Kali­forn­íu, er þekkt­ur fyr­ir að rétta upp fram­fæt­urna án nokk­urr­ar ástæðu. Þessi furðulega hegðun hans hef­ur orðið til þess að hann hef­ur verið fótó­sjoppaður inn á ótelj­andi mynd­ir sem birt­ar hafa verið í net­heim­um að und­an­förnu. Þetta æði hef­ur breiðst hratt út frá því að saga hans var sögð á vefn­um Bor­ed Panda fyr­ir nokkr­um mánuðum. 

Eng­ar skýr­ing­ar hafa feng­ist á því hvers vegna hann Keys hef­ur þann áv­ana að rétta fæt­urna beint upp í loftið. En það hef­ur vissu­lega gefið mörg­um til­efni til að setja kis­ann í ýms­ar aðstæður á mynd­um.

Hér að neðan gef­ur að líta nokkr­ar þeirra. Fleiri má finna hér.

Keys aðstoðar við björgun.
Keys aðstoðar við björg­un.
Keys er konungur ljónanna.
Keys er kon­ung­ur ljón­anna.
Keys reynir að fanga athygli kennara.
Keys reyn­ir að fanga at­hygli kenn­ara.
Keys á íþróttavellinum.
Keys á íþrótta­vell­in­um.
Keys krýndur sigurvegari.
Keys krýnd­ur sig­ur­veg­ari.
mbl.is