Vinna 400 tonn af humri á árinu

Um 40 manns starfa í humarvinnslunni hjá Ramma hf. Anna …
Um 40 manns starfa í humarvinnslunni hjá Ramma hf. Anna Truchel er meðal starfsmanna og hér sést hún flokka humar, að baki henni er flæðilínan þar sem afurðinni er raðað í öskjur mbl.is/Sigurður Bogi

„Humar­vertíðin hjá okk­ur er lung­ann úr ár­inu, fyrsti hum­arafl­inn kom núna um borð um miðjan mars og vertíðin stend­ur al­veg fram í nóv­em­ber alla jafna,“ seg­ir Jón Páll Kristó­fers­son, rekstr­ar­stjóri Ramma í Þor­láks­höfn.

Reiknað er með að í ár fari um 400 tonn af heil­um humri í gegn­um vinnslu­hús Ramm­ans í Þor­láks­höfn, en fyr­ir­tækið er eitt af þeim um­svifa­mestu í vinnslu á þessu eft­ir­sótta krabba­dýri.

Á Breiðamerk­ur­dýpi

Humar­veiðin núna í upp­hafi vertíðar hef­ur gengið ágæt­lega miðað við tíðarfar, en helst er sótt í Breiðamerk­ur- og Horna­fjarðadýpi núna. Bát­ar Ramm­ans, Jón á Hofi og Fróði II, eru þar á veiðum og koma svo inn til lönd­un­ar á Höfn í Hornafirði. Afla bát­anna tveggja er svo ekið að aust­an í Þor­láks­höfn, þar sem um 40 manns starfa við vinnsl­una.

„Það kem­ur mun bet­ur út að aka afl­an­um að aust­an en að bát­arn­ir sigli hingað, en úr djúp­inu úti af Hornafirði er minnst tutt­ugu klukku­stunda sigl­ing til Þor­láks­hafn­ar, sem er dýr­mæt­ur tími þegar vel veiðist,“ seg­ir Jón Páll.

Jón Páll Kristófersson t.v. og Ásgeir Jónssson verkstjóri.
Jón Páll Kristó­fers­son t.v. og Ásgeir Jónss­son verk­stjóri. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Sjáv­ar­fangið til Spán­ar

Spánn er helsti markaður­inn fyr­ir ís­lensk­an hum­ar. Rík hefð er fyr­ir þessu sjáv­ar­fangi þar og mat­reiðslu­hefðin ger­ir ráð fyr­ir því að humar­inn sé eldaður og bor­inn heill á borð. Mest fyr­ir afurðina fæst því ef humar­inn fer í öskj­ur með bæði haus og klóm, enda er lagt kapp á að svo sé.

Markaður fyr­ir humar­hala hér inn­an­lands er þó sí­fellt að stækka, og ræður þar meðal ann­ars fjölg­un ferðamanna og veit­inga­húsa.

„Krón­an hef­ur verið að styrkj­ast und­an­farið ár og skila­verðið í krón­um hef­ur því farið lækk­andi. Afurðaverð er­lend­is hef­ur þó hækkað á sama tíma, sem hef­ur vegið aðeins á móti, og eft­ir­spurn­in verið góð á okk­ar helstu mörkuðum,“ seg­ir Jón Páll, sem hef­ur starfað hjá Ramma í Þor­láks­höfn í mörg ár.

Þar er al­hliða vinnsla sjáv­ar­af­urða, það er á humri, þorski, karfa og flat­fiski. Það er hins veg­ar í Fjalla­byggð – það er Sigluf­irði og Ólafs­firði – sem Rammi hf. er með höfuðstöðvar sín­ar, svo sem rækju­vinnslu og tog­ara­út­gerð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: