Tóku sextíu ketti af heimili

Smám saman hafa sjálfboðaliðar Villikatta fjarlægt sextíu ketti af heimilinu. …
Smám saman hafa sjálfboðaliðar Villikatta fjarlægt sextíu ketti af heimilinu. Þeim verða svo fundin góð heimili. Skjáskot/Af Facebook-síðu Villikatta

Dýra­vernd­un­ar­fé­lagið Villikett­ir hef­ur unnið að því í um tvo mánuði að fjar­lægja sex­tíu ketti af einu heim­ili. Bæj­ar­yf­ir­völd og eig­andi katt­anna höfðu sam­band við fé­lagið og báðu um aðstoð.

Villikett­ir eru sjálf­boðaliðasam­tök og hafa aðstöðu til að hýsa nokkra ketti áður er þeim er svo komið fyr­ir á heim­il­um. Í þessu til­tekna máli voru kett­irn­ir það marg­ir að fé­lagið fékk hús­næði lánað hjá bæj­ar­fé­lag­inu þangað sem kett­irn­ir voru smám sam­an flutt­ir. Til viðbót­ar fékk það svo lánað annað hús­næði hjá katta­vini sem bauð fram aðstoð sína eft­ir að hafa lesið um málið á Face­book-síðu fé­lags­ins.

„Bæj­ar­fé­lagið sem um ræðir gerði þetta hár­rétt, það óskaði eft­ir okk­ar aðstoð og hugs­un­in var sú að koma kött­un­um fyr­ir á góðum heim­il­um og bjarga þeim frá af­líf­un,“ seg­ir Arn­dís Björg Sig­ur­geirs­dótt­ir, talskona Villikatta.

Al­var­leg veik­indi komu upp

Ástæðan fyr­ir því að Villikett­ir voru kallaðir til var sú að al­var­leg veik­indi komu upp á heim­il­inu. Eig­andi þeirra hafði tekið að sér ketti sem voru í þörf á hús­næði en eft­ir að veikj­ast gat hann ekki leng­ur hugsað um dýr­in. „Þetta var fólk sem hafði bjargað kött­um og hugsað vel um þá en svo gerðist það í fyrra að þessi al­ver­legu veik­indi komu upp og smám sam­an fór þetta því miður úr bönd­un­um, þó að ásetn­ing­ur­inn hafi verið mjög góður í upp­hafi. Við vor­um svo kölluð til fyr­ir um tveim­ur mánuðum,“ seg­ir Arn­dís.

Kett­irn­ir eru á öll­um aldri, allt frá ný­fædd­um kett­ling­um upp í full­orðnar kis­ur af báðum kynj­um. Flest­ar kis­urn­ar voru geld­ar en í hópn­um voru þó einnig kett­linga­full­ar læður.

Að sögn Arn­dís­ar voru kett­irn­ir vel haldn­ir. Þeir gátu farið út og fengu nóg að éta. Þeir höfðu þó ekki verið í mikl­um sam­skipt­um við fólk um tíma og sum­ir þeirra voru því hrædd­ir og óör­ugg­ir er sjálf­boðaliðar Villikatta komu til að sækja þá. „Þeir eru flest­ir við mjög góða heilsu,“ seg­ir Arn­dís. „Sum­ir eru ansi feimn­ir og hvekkt­ir en eft­ir smá tíma, með því að sinna þeim, halda á þeim og knúsa, þá verða þeir bara lít­il kúru­dýr.“

Grein­in held­ur áfram fyr­ir neðan Face­book-færsl­una.

Reynd­ust vera um sex­tíu

Í fyrstu taldi bæj­ar­fé­lagið að kett­irn­ir væru um þrjá­tíu tals­ins. Í ljós kom að þeir voru rúm­lega helm­ingi fleiri. Um helg­ina var búið að koma sex­tíu kött­um til bjarg­ar en 5-10 eru mögu­lega enn eft­ir í hús­inu.

Þegar hafa hátt í þrjá­tíu kett­ir úr hópn­um fengið ný heim­ili. Aðrir þurfa aðeins lengri tíma til að aðlag­ast en Villikett­ir eiga ekki von á öðru en að öll­um kött­un­um verði fund­in góð heim­ili. „Lengi hef­ur það verið þannig að fólk vildi aðallega taka að sér litla kett­linga. En það hef­ur orðið breyt­ing þar á. Nú virðist fólk meira hugsa um karakt­er katt­anna og að bjarga kis­um og hjálpa til.“

Arn­dís seg­ir þetta ánægju­lega þróun. „Kett­irn­ir þurfa bara hlýju og þol­in­mæði.“

Tölu­verður kostnaður fylg­ir því að taka svona stór verk­efni. Villikett­ir koma kött­um sem á því þurfa að halda til dýra­lækn­is og gefa þeim öll­um orma­lyf. Orma­lyf fyr­ir tólf ketti kosta um 20 þúsund krón­ur. Villikett­ir njóta orðið mik­ill­ar vel­vild­ar bæði ein­stak­linga og fyr­ir­tækja en hægt er að styrka sam­tök­in hér.

Læðan Pollyanna var meðal kattanna í húsinu. Hún hefur þegar …
Læðan Pollyanna var meðal katt­anna í hús­inu. Hún hef­ur þegar fengið nýtt heim­ili. Af Face­book-síðu Villikatta

Fyrst tor­tryggni en nú skiln­ing­ur

Þegar Villikett­ir voru stofnaðir fyr­ir tæp­um fjór­um árum mætti fé­lagið tölu­verðri tor­tryggni. Mörg­um fannst að ekki ætti að sinna út­gangskött­um og villikött­um, þeir væru mein­dýr sem átti að drepa. Villikett­ir vildu fara aðra leið, fanga þá, merkja og gelda til að draga úr fjölg­un þeirra. Hundruð katta hafa fengið þessa meðferð. „Í fyrstu mætt­um við skiln­ings­leysi frá mörg­um, meðal ann­ars bæj­ar­fé­lög­um. En það hef­ur breyst hratt og nú sýna flest­ir okk­ur mik­inn skiln­ing og leita til okk­ar eins og átti sér stað í þessu til­tekna máli.“

Um fimm­tíu öfl­ug­ir sjálf­boðaliðar taka virk­an þátt í starfi Villikatta. „En þetta er mik­il vinna og oft kostnaðar­söm. En hún skil­ar ár­angri,“ seg­ir Arn­dís. „Ann­ars var fé­lagið stofnað til að sinna ein­göngu villi- og ver­gangskis­um, en svo geta komið upp svona mál og erfitt að neita þegar all­ar hend­ur leggj­ast á eitt að hjálpa þess­um kis­um.“

Sjálf­boðaliðar Villikatta eru dug­leg­ir að mynda starfið og sýna á Snapchat: Villikett­ir

mbl.is