Hlutabréf í United Airlines á niðurleið

Þota United Airlines.
Þota United Airlines. AFP

Hlutabréf í United Continental Holdings, sem á flugfélagið United Airlines, lækkuðu um 3,5% í verði þegar að Wall Street opnaði í morgun. Flugfélagið hefur verið í umræðunni í gær og í dag eftir að farþegi var dreg­inn frá borði þotu félagsins eft­ir að hafa neitað að fara frá borði.

Yfirbókað var í ferðina sem var á leið frá Chicago til Louisville á sunnudag. Eng­inn bauðst til þess að fara frá borði svo að koma mætti fyr­ir fjór­um starfs­mönn­um flug­fé­lags­ins í farþega­rým­inu. Þá völdu starfs­menn flug­fé­lags­ins fjóra farþega af handa­hófi. En einn þess­ara fjög­urra neitaði hins veg­ar að fara úr sæti sínu. Hann sagðist vera lækn­ir og yrði að verða mætt­ur til vinnu á sjúkra­húsi dag­inn eft­ir. Í kjöl­farið komu þrír ör­ygg­is­verðir um borð og drógu hann úr sæti sínu og út úr vél­inni.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli en atvikið var tekið upp á myndbönd og dreift á samfélagsmiðlum. Atvikið hefur jafnframt haft mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir United Airlines og hafa samfélagsmiðlar logað síðan að myndböndin fóru í dreifingu.

Ummæli forstjóra United Airlines, Oscar Munoz, vöktu jafnframt reiði en hann sagði m.a. að flugfélagið hafi „fylgt hefðbundnu verklagi“ og að farþeginn hafi verið „með læti og ófriðsamur“.

mbl.is