Skýr viðmið skortir um myglugró

Raka- og mygluskemmdir.
Raka- og mygluskemmdir.

Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir að á hverju ári berist nokkur fjöldi kvartana vegna myglu.

Þegar upp er staðið reynast raunveruleg tilvik ekki vera nema eitt til þrjú á ári. Komi fram kvörtun er strax gerð sérstök úttekt.

„Vandamálið er að myglugró finnast um allt og eðlilegt er að einhver mygla finnist í öllu íbúðarhúsnæði. Það eru hins vegar ekki til skýr viðmið um hvað telst eðlilegt magn myglugróa og slík próf geta því ein og sér ekki ráðið úrslitum um hver viðbrögðin skuli vera. Til að flækja málið enn frekar er fólk líka misjafnlega viðkvæmt fyrir myglugróum og almennum loftgæðum,“ segir Auðun í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: