„Lausnirnar okkar munu valda straumhvörfum“

Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X.
Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óhætt er að segja að Skag­inn 3X hafi verðskuldað Ný­sköp­un­ar­verðlaun Íslands, sem fyr­ir­tækið hlaut á dög­un­um fyr­ir þróun nýrra tækni­lausna fyr­ir upp­sjáv­ar­vinnsl­ur og bol­fisk­veiðiskip.

Skag­inn 3X fékk líka verðlaun­in Svi­föld­una fyr­ir Framúr­stefnu­hug­mynd Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unn­ar 2016 í nóv­em­ber síðastliðnum og ugg­laust eru fleiri verðlaun á leiðinni, en lausn­ir sín­ar hef­ur fyr­ir­tækið þróað í nánu sam­starfi við ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki.

Und­an­far­in ár hef­ur Skag­inn 3X verið leiðandi í þróun og smíði nýj­unga fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn og skilj­an­legt að Ingólf­ur Árna­son fram­kvæmda­stjóri líti mjög björt­um aug­um á framtíðina.

„Við von­umst til þess að tækn­in frá okk­ur verði upp­hafið að nýju æv­in­týri í veiðum og vinnslu bol­fisks, og vinnslu á laxi. Með okk­ar lausn­um er verið að taka af­köst­in og gæðin upp á annað stig.“

Sjálfvirk gæðaskoðun og pökkun hjá Eskju. Hver einasti fiskur er …
Sjálf­virk gæðaskoðun og pökk­un hjá Eskju. Hver ein­asti fisk­ur er myndaður og greind­ur af ná­kvæmni.

Flokkaður og klár á bretti

Skag­inn 3X hef­ur náð mjög góðum ár­angri í þróun kerfa fyr­ir vinnslu upp­sjáv­ar­fisks og seg­ir Ingólf­ur núna unnið að því að gera það sama fyr­ir bol­fisk­vinnslu, bæði í landi og um borð í skip­um.

Upp­sjáv­ar­fis­kerfi Skag­inn 3X er sjálf­virkt að nær öllu leyti og eru mynda­véla­kerfi og gervi­greind notuð til að greina afl­ann og besta vinnsl­una.

„Kerf­in okk­ar taka við fisk­in­um beint úr skip­inu, og skila afurðinni til­bú­inni, raðaðri á bretti inni í frystigeymslu. Er þá búið að stærðarflokka, gæðaflokka og teg­unda­greina afl­ann, og pakka í sölu­ein­ing­ar. Sjálf­virkn­in er svo mik­il og af­köst­in það góð að hver greidd­ur mann­tími skil­ar nærri því einu vöru­bretti af fullpakkaðari vöru.“

Að yf­ir­færa ár­ang­ur Skag­inn 3X við vinnslu upp­sjáv­ar­teg­unda yfir á vinnslu bol­fisks er hæg­ara sagt en gert.

„Við lögðum af stað í þá veg­ferð fyr­ir um tveim­ur og hálfu ári og líkt og með upp­sjáv­ar­fisk­inn byrjuðum á að skoða upp­haf virðiskeðjunn­ar: hvað bæta mætti um borð í sjálf­um veiðiskip­un­um.“

Um borð í nýju Engeynni er búnaður frá Skaganum 3X.
Um borð í nýju Eng­eynni er búnaður frá Skag­an­um 3X. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Kæld­ur fyr­ir dauðast­irðnun

Hef­ur Skag­inn 3X meðal hannað ís­laust kæli­kerfi fyr­ir bol­fisk og bygg­ir á hönn­un sam­bæri­legs kæli­búnaðar fyr­ir upp­sjáv­ar­teg­und­ir. Er fisk­ur­inn kæld­ur í sjó og er RoteX-snig­il­lausn notuð til að færa fisk­inn á milli enda kælitanks­ins.

„Með þess­ari tækni tekst að gera fisk­inn kald­ari en væri nokk­urn tíma hægt að gera með ís. Afl­inn er kæld­ur niður í -1°C, niður að frost­marki fisks­ins sjálfs, og hægt að blóðga og kæla fisk­inn áður en dauðast­irðnun­in hefst, sem þýðir mun betra hrá­efni.“

Við þróun bol­fisk­vinnsl­unn­ar þurfti m.a. að gæta að því að bol­fisk­teg­und­irn­ar eru viðkvæm­ari en upp­sjáv­ar­fisk­ur­inn. „Um leið erum við í kappi við tím­ann og þurf­um að ná fisk­in­um hratt niður að réttu hita­stigi,“ út­skýr­ir Ingólf­ur en alla jafna hefst dauðast­irðnun­in um þrem­ur stund­ar­fjórðung­um eft­ir að fisk­ur­inn er blóðgaður og slægður.

„Við dauðast­irðnun­ina verða átök í holdi fisks­ins. Holdið vill skreppa sam­an en beingarður­inn tos­ar á móti. Með því að kæla fisk­inn nægj­an­lega mikið niður fyr­ir dauðast­irðnun fáum við flök í landi sem eru heil og flott og mjög góð til vinnslu, og einnig bætt geymsluþol.“

Ingólf­ur seg­ir fyr­ir­tækið með ein­staka tækni í hönd­un­um og nefn­ir sem dæmi að um borð í nýju Eng­ey­inni sé svo mikið af nýj­um upp­finn­ing­um að Skag­inn 3X hafi lýst sjö nýj­um einka­leyf­um vegna vinnsluaðferðanna um borð.

„Við þró­un­ina kom­umst við t.d. að því að straum­hraðinn í kæli­kerf­inu hef­ur mikið að segja, og áhrif­in sam­bæri­leg og af vind­kæl­ingu. Eft­ir því sem straum­ur­inn er meiri, því hraðar má kæla fisk­inn.“

Ingólfur nefnir að um borð í nýju Engeyinni sé svo …
Ingólf­ur nefn­ir að um borð í nýju Eng­ey­inni sé svo mikið af nýj­um upp­finn­ing­um að Skag­inn 3X hafi lýst sjö nýj­um einka­leyf­um vegna vinnsluaðferðanna um borð. mbl.is/​Eggert

Hvert kar rekj­an­legt

Eft­ir að gert hef­ur verið að fisk­in­um er hann sjálf­virkt teg­unda­greind­ur og flokkaður, og færður í þar til gert blæðihjól í 360 kg skömmt­um. Eft­ir blæðingu ferðast skammt­ur­inn svo áfram yfir í kæli­búnaðinn og í til­tekið geymsluk­ar.

„Við erum búin að mynda hvern ein­asta fisk í kar­inu, og tengja þær upp­lýs­ing­ar við núm­erið á hverju kari. Má senda þess­ar upp­lýs­ing­ar strax í land og þá um leið hægt að hefjast handa við að ákveða hvernig á að vinna fisk­inn og hvert á að selja hann.“

Seg­ir Ingólf­ur markið sett á að eitt skip geti gert að allt að tíu tonn­um af afla á klukku­stund, og af­greitt 100 tonn niður í lest á hverj­um sól­ar­hring.

„Með góðum veiðarfær­um er auðveld­lega hægt að veiða 100 tonn á sól­ar­hring, og er það vinnsl­an og kæl­ing­in um borð sem er flösku­háls­inn. Sjálf­virkn­in er líka mjög vinnu­spar­andi svo að ekki þarf að stækka áhöfn­ina til að ná þess­um af­köst­um, eins og við sjá­um t.d. í Málmey, skipi Fisk Sea­food, sem hef­ur verið afla­hæsta fersk­fisk­skip ís­lenska flot­ans und­an­far­in tvö ár.“

Ávinn­ing­ur af að losna við ís­inn

Auk­in af­köst þýða betri nýt­ingu á skipi og tækj­um, en auk­in gæði þýða að hægt er að fá meiri verðmæti úr afl­an­um. Íslausa kæl­ing­in þýðir líka að ekki þarf að setja ís í ker­in með fisk­in­um, eða ofan í frauðplast­kassa.

„Ef við erum að losna við ís sem fyll­ir 15% í hverju kari þá þýðir það að 15% meira af fiski rúm­ast í lest­inni. Skip sem áður var með 200 tonna full­fermi af afla get­ur þá rúmað 230 tonn af fiski og nýtt ferðina á miðin bet­ur, með til­heyr­andi ol­íu­sparnaði.“

Kæl­ing­in þýðir líka að all­ir flutn­ing­ar verða hag­kvæm­ari. Nefn­ir Ingólf­ur að með ís­lausu kæl­ing­unni sé verið að létta hverja flutn­ingsein­ingu í flug­vél­um og flutn­inga­bíl­um.

„All­ir bíl­ar sem flytja t.d. lax frá Nor­egs­markaði niður til meg­in­lands Evr­ópu þurfa að lúta þyngd­ar­tak­mörk­un­um og með því að losna við ís­inn má koma 15% meiri fiski fyr­ir í bíln­um. Í til­viki flutn­inga með flugi þarf að borga fyr­ir send­ing­una í sam­ræmi við þyngd og sparnaður­inn veru­leg­ur þegar ekki þarf að pakka ís með fisk­in­um. Er þá eft­ir að nefna að áhrif­in eru sam­svar­andi á kol­efn­is­spor fisks­ins.“

Sjálfvirka lestarkerfið léttir mjög vinnuna um borð og eykur líka …
Sjálf­virka lest­ar­kerfið létt­ir mjög vinn­una um borð og eyk­ur líka ör­yggið.

Fram­far­irn­ar í kæl­ingu eru svo mikl­ar að markaður­inn þarf hrein­lega tíma til að venj­ast nýj­um gæðum. Hafa heyrst sög­ur af kaup­end­um sem þykir und­ar­legt að fá til sín ís­kald­an fisk en sjá hvergi ís, enda van­inn að álykta sem svo að fisk­ur­inn hafi hitnað of mikið og ís­inn bráðnað ef ekki finnst neinn ís­moli í pakkn­ing­unni.

„Menn hafa leyst það með því að setja lúku­fylli af ís með fisk­in­um, svo kaup­and­inn geti haft ákveðna til­finn­ingu fyr­ir því hvort var­an hafi hitnað. Jafn­vel ef að 1% af inni­haldi fiskpakkn­ing­ar­inn­ar er ís þá er það strax mik­il fram­för frá 15%.“

Búa í hag­inn fyr­ir bjarta framtíð

Mik­ill kraft­ur í ný­sköp­un og vöruþróun á liðnum árum er að skila sér mikl­um áhuga á tækni Skag­inn 3X og ætti ekki að koma á óvart að fyr­ir­tækið verði að stór­auka hjá sér af­köst­in á næstu árum. Starfs­menn fyr­ir­tækj­anna þriggja sem vinna sam­an und­ir hatti Skag­inn 3X eru um 200 tals­ins, og seg­ir Ingólf­ur verið að búa í hag­inn fyr­ir auk­in um­svif.

„Eins og ástandið er núna í geng­is­mál­um er ráðleg­ast að auka fram­leiðslu­getu okk­ar með því að fjár­festa í nýrri tækni og tækja­búnaði. Til að geta tek­ist á við þá áskor­un sem er framund­an mun­um við þurfa að ráðast í mikl­ar fjár­fest­ing­ar, en við erum þess líka full­viss að lausn­irn­ar okk­ar muni valda straum­hvörf­um í fisk­vinnslu, bæði til sjós og lands.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: