Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur óskað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, til hamingju með að hafa borið sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslu um aukin völd hans.
Pútín óskaði Erdogan til hamingju með „vel heppnaða framkvæmd“ þjóðaratkvæðagreiðslunnar, samkvæmt yfirlýsingu frá rússneskum stjórnvöldum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Erdogan í gær til hamingju með sigurinn.
Undirbúningi og framkvæmd kosninganna hefur víða verið mótmælt. Andstæðingar Erdogans hyggjast kæra niðurstöðuna og hafa þeir krafist endurtalningar.