„Alltaf gott þegar menn tala saman“

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er alltaf gott þegar menn tala sam­an,“ seg­ir Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri Akra­ness, eft­ir fund með for­svars­mönn­um HB Granda í dag. Á fund­in­um sem stóð yfir í rúm­lega tvær klukku­stund­ir var meðal ann­ars rætt um upp­bygg­ingu við höfn­ina á Akra­nesi. Fé­lagið hef­ur í hyggju að loka botn­fisk­vinnslu fé­lags­ins á Akra­nesi og er ástæðan meðal ekki nógu góð hafn­araðstaða. 

Á fund­in­um sátu, auk Sæv­ars, Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, for­stjóri HB Granda, Jón­as Guðbjörns­son, fjár­mála­stjóri út­gerðar­inn­ar og Ólaf­ur Ad­olfs­son, formaður bæj­ar­ráðs á Akra­nesi.

Næsti fund­ur verður í næstu viku. Sæv­ar vildi ekki gefa neitt upp um efni fund­ar­ins annað en að viðræður stæðu yfir.  

Ef sam­komu­lag næst ekki milli sveit­ar­fé­lags­ins og HB Granda mun fyr­ir­tækið að óbreyttu loka 1. sept­em­ber næst­kom­andi. 

mbl.is