Mikil spenna er í Frakklandi um þessar mundir. Lögreglan handtók mann með hníf á Gare du Nord lestarstöðinni. Fréttum af atvikinu ber ekki saman um hvort hann hafi ógnað lögreglu með hnífnum eða hvort lögreglan hafi handtekið hann eftir ábendingu. Enginn slasaðist.
Lestarstöðin var rýmd og mikil örvinglan greip um sig meðal farþega þegar atvikið átti sér stað. Margir farþegar skildu töskur sínar eftir í óðagotinu og voru sprengjuleitarhundar fengnir til að leita að mögulegum sprengiefnum í þeim.
Farþegum með lest sem hafði nýlega lent á stöðinni var meinað að yfirgefa hana strax. Öðrum farþegum sem hafði verið hleypt í gegnum öryggiseftirlitið og biðu eftir lest til London var gert að yfirgefa lestarstöðina.
Þegar þetta átti sér stað gengu rúmlega 100 eiginkonur franskra lögreglumanna um götur Parísar og mótmæltu árásum á lögregluna. Tveir dagar eru síðan lögreglumaðurinn Xavier Jugele var skotinn tvívegis í höfuðið af árásarmanninum Karim Cheurfi en hann var skotinn til bana af lögreglunni. BBC greinir frá.
Þá þurfti lögreglan að beita táragasi í austurhluta Parísar þar sem óeirðir höfðu brotist út.
Hæsta öryggisstig er í landinu vegna kosninganna á morgun.