Kjörsókn í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi hefur verið aðeins meiri en þegar forsetakosningar fóru síðast fram árið 2012.
Franska innanríkisráðuneytið greinir frá þessu.
Fjórum klukkustundum eftir að kjörstaðir opnuðu var kjörsóknin um 28,5 prósent, sem þýðir að heildarkjörsóknin er líkleg til að verða meiri en í fyrri umferð kosninganna árið 2012 þegar hún var 79,48 prósent.