Talsmaður Francois Fillon, frambjóðanda mið- og hægrimanna, segir að það séu gríðarleg vonbrigði fyrir Fillon að hafa fallið út í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna.
Greint hefur verið frá því, að Emmanuel Macron og Marine Le Pen hafi samkvæmt útgönguspám sigrað í fyrri umferðinni og munu þau því mætast í þeirri seinni, sem fer fram 7. maí.
Fillon fékk 19,5% atkvæða í fyrri umferðinni eins og og harðlínuvinstrimaðurinn Jean-Luc Melenchon.