Verulegur samdráttur í löndun afla

Líflegt er við höfnina á sumrin þrátt fyrir að útgerð …
Líflegt er við höfnina á sumrin þrátt fyrir að útgerð hafi dregist saman. mbl.is/Ómar

Um­svif í Akra­nes­höfn hafa breyst all­nokkuð á síðustu árum og þrátt fyr­ir það leiðarljós að efla Akra­nes­höfn sem fiski­höfn hef­ur þróun í út­gerð og fisk­vinnslu leitt til þess að um­ferð fiski­skipa um höfn­ina hef­ur minnkað veru­lega og lönd­un afla dreg­ist sam­an.“

Þetta seg­ir Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna, m.a. í sam­an­tekt sem lögð var fyr­ir fund stjórn­ar Faxa­flóa­hafna sf. fyr­ir páska.

Mál­efni Akra­nes­hafn­ar hafa verið mikið í frétt­um að und­an­förnu eft­ir að HB Grandi hf. kynnti þau áform sín að hætta allri bol­fisk­vinnslu á Akra­nesi. Að beiðni bæj­ar­stjórn­ar Akra­ness og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness hef­ur fyr­ir­tækið frestað þess­um áform­um til hausts­ins að minnsta kosti.

Dekkið smúlað í Akraneshöfn.
Dekkið smúlað í Akra­nes­höfn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Munu hafna­bæt­ur breyta boðuðum áform­um HB Granda á Akra­nesi?

Nú er verið að skoða hvort hafn­ar­bæt­ur við Akra­nes­höfn með gerð 40.000 fer­metra land­fyll­ing­ar muni mögu­lega verða til þess að HB Grandi hætti við áform sín.

Stjórn Faxa­flóa­hafna samþykkti á fyrr­nefnd­um fundi sín­um að fela Gísla Gísla­syni hafn­ar­stjóra að halda áfram tækni­leg­um und­ir­bún­ingi hafn­ar­bóta á Akra­nesi. Einnig að gera ráð fyr­ir þeim í fram­kvæmda­áætl­un þegar ljóst yrði að af þeim gæti orðið.

Sam­hliða óskaði stjórn­in eft­ir því að Akra­nes­kaupstaður annaðist nauðsyn­lega skipu­lags­vinnu vegna þeirra til­lagna sem liggja fyr­ir í sam­an­tekt um starf­semi, skipu­lag og þróun Akra­nes­hafn­ar.

En ný­leg viðtöl við Vil­hjálm Vil­hjálms­son, for­stjóra HB Granda, hafa ekki orðið til að auka Ak­ur­nes­ing­um bjart­sýni. Í viðtali við Viðskipta­blaðið miðviku­dag­inn 12. apríl síðastliðinn sagði hann m.a. orðrétt:

„Ég sé í sjálfu sér ekki hvernig það á að geta orðið breyt­ing á þess­um áform­um eða hvernig menn ætla að geta af­stýrt þess­um áform­um núna. Menn geta sett upp framtíðar­sýn með ýms­um hætti en þetta blas­ir við okk­ur núna og ég sé ekki nein úrræði sem gætu komið í veg fyr­ir þessi áform.“

Veðurblíða í Akraneshöfn. Mikil útgerð hefur verið í bænum um …
Veður­blíða í Akra­nes­höfn. Mik­il út­gerð hef­ur verið í bæn­um um alda­skeið. mbl.is/Ó​mar

Sveiflu­kennd lönd­un á upp­sjáv­ar­fiski

Vil­hjálm­ur tók jafn­framt fram í viðtal­inu að eins og staðan væri í dag væri HB Grandi að tapa veru­lega á starf­sem­inni á Akra­nesi.

Fram kem­ur í sam­an­tekt Gísla Gísla­son­ar að á síðustu árum hafi sú þróun átt sér stað í Akra­nes­höfn að lönd­un á bol­fiski hafi minnkað veru­lega. HB Grandi hætti lönd­un á fryst­um fiski fyr­ir all­mörg­um árum, en hef­ur keyrt ár­lega um 7.000 til 8.000 tonn­um af þorski frá Reykja­vík til vinnslu í hús­um fé­lags­ins á Akra­nesi.

„Lönd­un á upp­sjáv­ar­fiski er sveiflu­kennd, en hún er þó uppistaðan í þeim afla sem landað er. Smá­báta­út­gerð hef­ur dreg­ist sam­an og það magn sem selt er á Fisk­markaði Íslands dreg­ist sam­an þannig að seld­ur afli er um 1.000 tonn,“ seg­ir Gísli.

Í töflu sem fylg­ir sam­an­tekt Gísla kem­ur m.a. fram að landaður afli í Akra­nes­höfn var 46.359 tonn árið 2012, þar af upp­sjáv­ar­afli 44.573 tonn og bol­fisk­ur 1.076 tonn. Árið 2016 var landaður afli aðeins 5.905 tonn, þar af upp­sjáv­ar­afli 4.151 tonn og bol­fisk­ur 806 tonn.

HB Grandi tilkynnti nýlega áform um fjöldauppsagnir á Akranesi.
HB Grandi til­kynnti ný­lega áform um fjölda­upp­sagn­ir á Akra­nesi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Brynj­ólf­ur bisk­up sá fyrsti

Um alda­skeið hef­ur Akra­nes verið mik­ill út­gerðarbær enda stutt á feng­sæl fiski­mið í Faxa­flóa. Frá fyrri tíð er e.t.v. fræg­ust út­gerð Brynj­ólfs bisk­ups Sveins­son­ar um miðbik 17. ald­ar.

Útgerð Brynj­ólfs var nokkuð um­svifa­mik­il og halda má því fram að þar hafi orðið til fyrsti vís­ir að sjáv­arþorpi á Íslandi, að því er fram kem­ur í sögupunkt­um um Akra­nes­höfn. Hafn­araðstaða var hins veg­ar eng­in held­ur var not­ast við var­ir og lend­ing­ar og fjöldi ör­nefna á Akra­nesi vís­ar til þess.

Árið 1930 ákvað hrepps­nefnd Ytri-Akra­nes­hrepps að hefja fram­kvæmd­ir við gerð hafn­argarðs í Kross­vík þar sem nú­ver­andi hafn­araðstaða hef­ur verið und­an­farna ára­tugi.

Þekkt­asta út­gerðarfyr­ir­tækið á Akra­nesi var án efa Har­ald­ur Böðvars­son hf. Har­ald­ur Böðvars­son út­gerðarmaður hóf út­gerð 17. nóv­em­ber 1906 þegar hann keypti sex­ær­ing­inn Helgu Maríu. Hann var þá aðeins 17 ára. Nokkru síðar hóf Har­ald­ur fisk­verk­un. Hann gerði jafn­an út fjölda báta og var með mik­inn fjölda manns í vinnu, bæði sjó­menn og land­verka­fólk. Var fyr­ir­tæki hans hið stærsta á Akra­nesi. Har­ald­ur lést 19. apríl 1967.

Í apríl 1991 voru þrjú sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki á Akra­nesi, Har­ald­ur Böðvars­son & Co, Heima­skagi hf. og Síld­ar- og fiski­mjöls­verk­smiðja Akra­ness, sam­einuð und­ir nafn­inu Har­ald­ur Böðvars­son & Co. Það fyr­ir­tæki sam­einaðist síðar HB Granda.

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.
Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Ókyrrð í suðvestanátt­um

Fram­kvæmd­ir við höfn­ina í Kross­vík hafa nán­ast staðið yfir frá ár­inu 1930 til dags­ins í dag, en hægt og bít­andi var bætt við mik­il­væg­um áföng­um í bryggju­gerð og brim­vörn­um, að því er fram kem­ur í sam­an­tekt Gísla Gísla­son­ar.

Hafn­araðstæður á Akra­nesi eru frem­ur þröng­ar, sem skap­ast af legu hafn­ar­inn­ar og aðstæðum á Akra­nesi. Á síðustu ára­tug­um hef­ur verið unnið mark­visst að því að verja höfn­ina þung­um sjó, sem fylg­ir sterk­um suðvestanátt­um og öldu sem stend­ur þá beint á Aðal­hafn­argarðinn.

„Með end­ur­bót­um á Aðal­hafn­argarðinum hef­ur tek­ist að verja höfn­ina fyr­ir ágjöf, en öldu­hreyf­ing­ar við ákveðnar aðstæður utan hafn­ar hafa valdið sogi í höfn­inni, sem skap­ar ókyrrð fyr­ir skip í viðlegu. Ýmis­legt hef­ur verið gert til að koma í veg fyr­ir þessa ókyrrð, en án full­nægj­andi ár­ang­urs. Hins veg­ar eru þess­ir dag­ar sem valda ókyrrð fáir og viðlegu­skil­yrði all­flesta daga árs­ins góð,“ seg­ir Gísli.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: