2.200 kíló en vinsæll á Tinder

Sudan er mjög vinsæll á Tinder.
Sudan er mjög vinsæll á Tinder.

Líkt og fleiri ein­stak­ling­ar af karl­kyni elsk­ar Su­dan að vera úti í nátt­úr­unni og ferðast. Á síðunni hans í Tind­er-stefnu­móta­app­inu stend­ur: „Ég vil ekki vera fram­hleyp­inn en ég er síðasta von teg­und­ar minn­ar.“

Það eru orð að sönnu. Su­dan er síðasta karldýrið í heim­in­um af ann­arri af tveim­ur und­ir­teg­und­um hvíta nas­hyrn­ings­ins. Hann er því í ör­vænt­ing­ar­fullri leit að maka og hef­ur því verið skráður á stefnu­mót­asíðuna Tind­er. 

„Ég stend mig vel und­ir tíma­pressu. Ég elska að éta gras og að flag­maga í drull­unni. Eng­in vanda­mál. Er 1,8 m á hæð og 2.200 kíló, ef það skipt­ir ein­hvern máli.“

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar von­ast til þess að með því að skrá Su­dan, sem býr í Ken­ía, á Tind­er veki það at­hygli á þeirri al­var­legu út­rým­ing­ar­hættu sem teg­und hans er í. Þeir von­ast til að geta safnað nægu fjár­magni til að fram­kvæma frjó­sem­isaðgerð því að aðgerðir til að reyna að láta hann maka sig við kven­dýr með „nátt­úru­leg­um hætti“ hafa hingað til brugðist.

Vís­inda­menn­irn­ir ætla að nota sæði úr Si­dan til að frjóvga egg úr öðru af tveim­ur kven­dýr­um af teg­und­inni sem til eru í heim­in­um. Kven­dýr­in heita Satu og Naj­in og eru sautján og 27 ára gaml­ar. Sjálf­ur er Su­dan orðinn 43 ára og því nokkuð aldraður af nas­hyrn­ingi að vera. Hið frjóvgaða egg verður svo sett upp í legi skildr­ar nas­hyrn­ings­teg­und­ar, teg­und­ar sem er mun al­geng­ari. 

Erfitt að aðstoða við mök­in

„Við reynd­um allt til að fá þá til að maka sig með nátt­úru­leg­um hætti,“ seg­ir Elodie Sam­p­ere, markaðsstjóri Ol Pejeta-friðlands­ins í Ken­ía en þar haf­ast all­ir þrír nas­hyrn­ing­arn­ir við. „Þegar hann reyndi fyrst að eiga mök við kven­dýrið þá reyndu dýra­hirðarn­ir að aðstoða hann... en það er erfitt þegar kem­ur að nas­hyrn­ing­um.“

Veiðiþjóf­ar eru helsta ógn­in sem steðjar í dag að nas­hyrn­ing­um í út­rým­ing­ar­hættu. Þeir höggva af þeim horn­in, lífs eða liðnum, og selja. Kílóverðið af horni er hærra en af gulli og kókaíni. Horn­in eru svo mul­in og notuð sem frygðar­lyf í Asíu. Slíkt er þó byggt á mik­illi mýtu og mis­skiln­ingi því efnið í horn­un­um er það sama og í fing­ur- og tánögl­um mann­fólks. 

Su­dan er mjög vin­sæll á Tind­er. Svo marg­ir hafa smellt á tengil á Tind­er-síðunni hans að heimasíða friðlands­ins þar sem hann býr hrundi.

Hér get­ur þú fræðst meira um Su­dan.

mbl.is