Tilkynnti um stofnun Knarr Maritime

Alfreð Túliníus, framkvæmdastjóri Nautic, Ingólfur Árnason framkvæmdatjóri Skaginn 3X, Þorgerður …
Alfreð Túliníus, framkvæmdastjóri Nautic, Ingólfur Árnason framkvæmdatjóri Skaginn 3X, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra, Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Knarr Maritime, og Haraldur Árnason, framkvæmdatjóri Knarr Maritime, brostu breitt þegar tilkynnt var um stofnun Knarr Maritime á sjávarútvegssýningunni í Brussel í dag. Aðsend mynd

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra til­kynnti í dag um stofn­un nýs markaðsfyr­ir­tæk­is á sviði skipa­lausna, Knarr Ma­ritime, á alþjóðlegu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni, sem nú stend­ur sem hæst í Brus­sel. Að hinu nýja  fyr­ir­tæki standa ís­lensku fyr­ir­tæk­in Skag­inn 3X, Nautic ehf. , Kæl­ismiðjan Frost ehf., Brimrún ehf., Naust Mar­ine ehf., og Verk­fræðistof­an Skipa­tækni ehf. sem öll hafa á und­an­förn­um árum komið að hönn­un, þróun, smíði og sölu á búnaði og skip­um til veiða og vinnslu á sjáv­ar­fangi.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Þar er vitnað í Þor­gerði sem seg­ir það afar ánægju­legt að hafa komið að því að ýta þessu verk­efni úr vör. Hún seg­ir hug­vit og frum­kvæði ís­lenskra há­tæknifyr­ir­tæki hafa skipað þeim og sjáv­ar­út­vegi okk­ar í fremstu röð og það skref sem stigið var í dag staðfesti það frum­kvæði og for­ystu.

Þrátt fyr­ir að fyr­ir­tæk­in sex hafi í dag stofnað sam­eig­in­legt markaðsfyr­ir­tæki hafa þau átt í tals­verðu sam­starfi á und­an­förn­um árum og má þar nefna sam­starf við hönn­un, smíði og upp­setn­ingu vinnslu­stöðva inn­an­lands og utan auk þess sem þau taka flest svipaðan þátt í smíði þeirra skut­tog­ara sem hafa verið og eru nú í smíðum fyr­ir ís­lensk sjáv­ar­út­veg­fyr­ir­tæki. Starf­semi Knarr Ma­ritime bygg­ir því í raun á ára­tuga reynslu og þekk­ingu.

„Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur og iðnaður hafa ávallt verið í far­ar­broddi hvað þekk­ingu og tækni varðar og sam­starf þess­ara fyr­ir­tækja get­ur styrkt þá stöðu enn frek­ar,“ er haft eft­ir Finn­boga Jóns­syni, sem er stjórn­ar­formaður hins nýja fyr­ir­tæk­is. 

Fyr­ir­tæk­in sem að Knarr Ma­ritime standa munu hvert um sig koma að hönn­un og smíði á af­mörkuðum þátt­um sem ým­ist verða smíðaðir af fyr­ir­tækj­un­um sjálf­um eða und­ir­verk­tök­um þeirra. Smíði aðal­véla og skips­skrokks­ins sjálfs verður síðan ákveðin í nánu sam­starfi við kaup­end­ur skip­anna hverju sinni. Þannig verður hægt að bjóða fiski­skip af ýms­um stærðum og gerðum allt eft­ir ósk­um hvers kaup­anda fyr­ir sig. „Viðskipta­vin­ir okk­ar geta á ein­um stað nálg­ast allt það besta við fisk­veiðar sem ís­lend­ing­ar hafa fram að færa hvort held­ur vinnsl­an fer fram um borð í veiðiskipi eða í landi,“ er haft eft­ir Har­aldi Árna­syni, nýráðnum fram­kvæmda­stjóra Knarr Ma­ritime, en hann hef­ur um ára­tuga­skeið stjórnað ýms­um fyr­ir­tækj­um Hampiðjunn­ar víðs veg­ar um heim.

mbl.is