Kópur kom upp tröppurnar

Kópurinn náði ekki að hringja dyrabjöllunni en var frekar ringlaður.
Kópurinn náði ekki að hringja dyrabjöllunni en var frekar ringlaður. Facebook

Björg­un­ar­sveit­ir í Redcar í Teessi­de á Englandi fengu óvenju­legt út­kall í gær. Sel­skóp­ur var kom­inn á tröpp­urn­ar fyr­ir utan fjöl­býl­is­hús.

Kóp­ur­inn virt­ist ringlaður og átta­villt­ur en Redcar er við Norður­sjó og hafði kóp­ur­inn að öll­um lík­ind­um villst þaðan.

Björg­un­ar­sveit­ir fóru á vett­vang og náðu að koma kópn­um í hunda­búr og fara með hann á strönd­ina þar sem hon­um var sleppt aft­ur út í hafið. Kóp­ur­inn var auðvitað frels­inu feg­inn.

Í frétt Tel­egraph um málið seg­ir að ekki sé vitað hvers vegna kóp­ur­inn var kom­inn að hús­inu en þetta er ekki í fyrsta skipti sem sel­ur vill­ist inn í bæ­inn.

mbl.is