Dularfullt kattarmál í smábæ

Þessi köttur er vel hærður. Myndin tengist fréttinni aðeins óbeint. …
Þessi köttur er vel hærður. Myndin tengist fréttinni aðeins óbeint. Það er að segja, þessi köttur er ekki meðal fórnarlambanna. AFP

Lög­regl­an í smá­bæ í Waynes­boro í Virg­inia stend­ur frammi fyr­ir mik­illi ráðgátu. Ein­hver í bæn­um fer um og rak­ar feld­inn af kött­um bæj­ar­ins. Flest­ir kett­irn­ir eru annað hvort rakaðir á fót­un­um eða kviðnum. Þetta hafa orðið ör­lög að minnsta kosti sjö katta í bæn­um síðustu mánuði.

Lög­reglu­stjór­inn Kelly Wal­ker seg­ir að kett­ina hafi ekki sakað að öðru leyti. Þeir hafi kom­ist aft­ur til síns heima, sum­ir hverj­ir ör­lítið skelkaðir. En mörg­um finnst þessi gjörn­ing­ur óhugn­an­leg­ur og vilja að lög­regl­an ráði fram úr gát­unni.

Í frétt AP-frétta­stof­unn­ar er haft eft­ir lög­reglu­stjór­an­um að allt hafi þetta verið góðir heim­iliskett­ir, merkt­ir og vel hirt­ir. Wal­ker seg­ist því ekki viss um hver glæp­ur­inn sé, þar sem dýr­in hafi ekki verið særð eða þeim bein­lín­is stolið. Hins veg­ar seg­ist hann vel skilja bæj­ar­búa sem vilja að sá sem þetta geri hætti því og það ekki seinna en strax.

Lög­reglu­stjór­inn heyrði fyrst af mál­inu í síðustu viku. Þá hafi íbú­ar farið að biðja hann um að setja upp aug­lýs­ing­ar þar sem óskað væri eft­ir upp­lýs­ing­um um málið.

mbl.is