Jafngildir útblæstri bíla ÁTVR í 12 ár

Ingvar Már Helgason matreiðslumaður og Jón Þorgeir Þorgeirsson við uppskeruna …
Ingvar Már Helgason matreiðslumaður og Jón Þorgeir Þorgeirsson við uppskeruna í matjurtagarðinum. Ljósmynd/Jóna Grétarsdóttir

End­ur­vinnslu­hlut­fall ÁTVR er 92%, 52% starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins koma „græn­ir“ til vinnu yfir sum­ar­tím­ann og starfs­menn hafa meira að segja komið upp ma­t­jurta­g­arði við höfuðstöðvarn­ar á Stuðlahálsi og eru farn­ir að ræða flokk­un­ar­mál í frí­um sín­um er­lend­is.

„Við eig­um bara eina jörð og þurf­um að ganga vel um hana,“ seg­ir Sig­urpáll Ingi­bergs­son, gæðastjóri ÁTVR. „Við erum að vinna á fullu í um­hverf­is­mál­um, erum með um­hverf­is­stefnu sem við vinn­um eft­ir og setj­um okk­ur mark­mið í þess­um mál­um sem við fylgj­umst reglu­lega með hvernig okk­ur gangi að upp­fylla.“

Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR, með viðurkenningu ÁTVR. 52% starfsmanna koma …
Sig­urpáll Ingi­bergs­son, gæðastjóri ÁTVR, með viður­kenn­ingu ÁTVR. 52% starfs­manna koma græn­ir til vinnu yfir sum­ar­tím­ann. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Fá fyr­ir­tæki á Íslandi ná í dag sama end­ur­vinnslu­hlut­falli og ÁTVR, enda vænt­an­lega flest­ir sam­mála um að 92% sé glæsi­leg­ur ár­ang­ur. ÁTVR er eitt þeirra 104 fyr­ir­tækja og stofn­ana sem und­ir­rituðu lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu, í sam­starfi við Festu, miðstöð um sam­fé­lags­ábyrgð, sem Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri af­henti full­trúa lofts­lags­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna  í des­em­ber 2015. Sam­kvæmt þeirri yf­ir­lýs­ingu ætl­ar ÁTVR sér að ná 98% end­ur­vinnslu­hlut­falli fyr­ir árið 2030.

52% nýta sér sam­göngustyrk yfir sum­arið

Líkt og hjá mörg­um öðrum fyr­ir­tækj­um eiga starfs­menn ÁTVR kost á sam­göngustyrk ef þeir sleppa því að fara til og frá vinnu á einka­bíln­um meiri­hluta vinnu­vik­unn­ar. „52% starfs­manna okk­ar nýta sér sam­göngustyrk­inn yfir sum­ar­tím­ann. Við höf­um reiknað út að þegar við byrjuðum á þessu fyr­ir fjór­um árum losaði sót­spor okk­ar vegna sam­gangna 140 tonn, en nú erum við kom­in niður í 93 tonn,“ seg­ir Sig­urpáll.

Starfs­menn, m.a. stjórn­end­ur, eru marg­ir dug­leg­ir að hjóla í vinn­una og þá seg­ir Sig­urpáll starfs­menn Vín­búðanna á lands­byggðinni iðna við að ganga í vinn­una.

Það voru bústnar rófur sem komu upp úr garðinum síðasta …
Það voru bústn­ar róf­ur sem komu upp úr garðinum síðasta sum­ar. Ljós­mynd/​Jóna Garðars­dótt­ir

End­ur­vinnsla pappa skil­ar 6 millj­óna hagnaði

Hjá ÁTVR hafa menn líka legið yfir töl­un­um og kynnt sér kostnaðinn við urðun.  „Við höf­um kom­ist að því að þetta eru 300 tonn sem til falla hjá okk­ur af papp­ír á ári og ef ein­ung­is  bylgjupapp­írs­hlut­inn af því væri urðaður myndi það kosta okk­ur um fjór­ar millj­ón­ir í urðun­ar­gjald,“ seg­ir Sig­urpáll. „Þess í stað selj­um við papp­ír­inn og  fáum fyr­ir vikið um 1,5 millj­ón kr. í tekj­ur, þannig að fjár­hags­leg­ur mis­mun­ur í bók­hald­inu er tæp­ar sex millj­ón­ir.“

Ávinn­ing­ur­inn af end­ur­vinnsl­unni er þó ekki ein­göngu fjár­hags­leg­ur. „Ef við urðum úr­gang­inn grotn­ar hann niður og stíg­ur upp sem met­an og fleiri gas­teg­und­ir. Það myndi þýða að um 1.500 tonn af gas­teg­und­um leyst­ust út í and­rúms­loftið ár­lega sem jafn­gild­ir út­blæstr­in­um frá akstri allra bíla ÁTVR í 12 ár.“

Sig­urpáll seg­ir slík­ar töl­ur sýna svart á hvítu hversu mik­il­vægt það sé að flokka rusl. „Þetta er ein öfl­ug­asta for­vörn­in. Þess vegna finnst mér per­sónu­lega sorg­legt að heyra að end­ur­vinnslu­hlut­fall hjá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um er und­ir 50%,“ seg­ir Sig­urpáll.

Allur bylgjupappi er pressaður og settur á bretti áður en …
All­ur bylgjupappi er pressaður og sett­ur á bretti áður en hann er seld­ur til end­ur­vinnslu. Ljós­mynd/Á​TVR

Rækta eigið græn­meti

Við höfuðstöðvar ÁTVR á Stuðlahálsi leyn­ist ma­t­jurta­g­arður, sem var notaður til að rækta græn­meti fyr­ir mötu­neyti fyr­ir­tæk­is­ins síðasta sum­ar. „Sú hug­mynd kom frá starfs­fólki fyr­ir nokkru og var inn­leidd í fyrra,“ seg­ir Sig­urpáll. 

Til­raun­ir voru gerðar með nokkr­ar teg­und­ir af kart­öfl­um í ma­t­jurta­g­arðinum síðasta sum­ar, auk ann­ars græn­met­is og til stend­ur að halda rækt­un­inni áfram í sum­ar. „Þetta er kannski ekki efna­hags­lega mik­il­vægt, en sót­sporið er mjög lágt og með þessu erum við líka laus við allt skor­dýra­eit­ur og annað slíkt,“ seg­ir Sig­urpáll.

Hann bæt­ir við að ma­t­jurta­g­arður­inn geti líka hvatt starfs­menn til að hefja sína eig­in græn­met­is­rækt­un, enda hef­ur það sýnt sig að um­hverfis­vit­und fyr­ir­tækja smit­ast út til starfs­manna þeirra.

Skammaði hót­el­stjór­ann

Þetta á m.a. við um starfs­fólk ÁTVR í flokk­un­ar­mál­um. „Við flokk­um vel og svo kem­ur fólk heim og þá vant­ar alla innviði á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir líf­rænt sorp og því lend­ir margt í sömu körf­unni,“ seg­ir Sig­urpáll og bend­ir á að þetta sé nokkuð sem stjórn­end­ur í borg­inni megi laga. „Plastið fell­ur einnig á milli hjá borg­inni á meðan Kópa­vog­ur er kom­inn með lausn þar á.“ Hann seg­ir starfs­fólki því stund­um líða illa þegar það kem­ur heim og byrj­ar að flokka þar.

ÁTVR hef­ur inn­leitt græn skref í rík­is­rekstri sem m.a. fel­ur í sér að horft er í papp­írs- og raf­magns­notk­un og inn­kaupa­stefnu. Sig­urpáll seg­ir það hafa gengið fljótt fyr­ir sig þar sem lengi var búið að vinna að um­hverf­is­mál­um inn­an ÁTVR. „Síðan inn­leidd­um við þetta líka inn í all­ar Vín­búðirn­ar 50 og það felst ákveðin mennt­un í því.“

Sú mennt­un hef­ur líka skilað sér til starfs­fólks­ins, sem fer að sinna um­hverf­is­mál­um bet­ur heima fyr­ir. „Ég man t.a.m. eft­ir ein­um versl­un­ar­stjóra sem fór í sum­ar­frí til Spán­ar eft­ir að vera búin að taka þátt í grænu skref­un­um. Þar leist henni nú ekki bet­ur en svo á það hvernig menn stóðu sig við end­ur­vinnslu á hót­el­inu þar sem hún dvaldi, þannig að hún gekk á hót­el­stjór­ann og skammaði hann fyr­ir að allt færi í sömu körf­una,“ rifjar Sig­urpáll upp og hlær.

„Þannig að ef þetta er farið að hafa áhrif úti í heimi þá erum við að gera eitt­hvað rétt.“

mbl.is