Yngsti þingmaðurinn sem hefur tekið sæti á Alþingi segist hafa lært mikið í síðustu viku. Bjarni Halldór Janusson er einungis rétt orðinn 21 árs og er varaþingmaður Viðreisnar. Hann segir það hafa komið honum mest á óvart hve mikill munur var á stemningunni inni í þingsal og utan hans.
Í myndskeiðinu er rætt við Suðurnesjamanninn Bjarna Halldór um þessa eftirminnilegu viku þegar hann tók sæti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á þingi. Hann er nemi í stjórnmálafræði og heimspeki og situr í stúdentaráði Háskóla Íslands.
Bjarni Halldór er fæddur 4. desember 1995.