Hneig niður í miðri ræðu og lést

Síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi fer fram á morgun.
Síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi fer fram á morgun. AFP

Franski þingmaðurinn Corrine Ehrel hneig niður og lést er hún var að halda ræðu á kosningafundi fyrir Emmanuel Macron, forsetaframbjóðanda.

Ehrel, sem var fimmtug, var síðasti ræðumaðurinn á fundinum sem var haldinn í bænum Plouisy í vesturhluta Frakklands, að því er kom fram í frétt Sky News

Hún var flutt á sjúkrahús eftir að hafa hnigið niður og þar lést hún.

Ehrel varð þingmaður árið 2007. Hún var áður meðlimur Sósíalistaflokksins en gekk til liðs við flokk Macrons, En Marche!, á síðasta ári.

mbl.is