Lögreglan í París í Frakklandi er með töluverðan viðbúnað við Louvre-listasafnið í dag og hefur svæðið verið rýmt. Seinni umferð forsetkosninganna þar í landi fer fram í dag og ef Emmanuel Macron mun bera sigur úr býtum í baráttu sinni við Marine Le Pen stendur til að fagna sigrinum í Louvre.
Mikil öryggisviðbúnaður er í landinu vegna kosninganna. Talið er að einhvers konar hótun hafi borist eða atvik komið upp, en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Frá þessu er greint á vef Sky News.
Tæplega 47 milljónir Frakka geta greitt atkvæði í kosningunum, en 1,3 milljónir þeirra búa erlendis.
French police have been called to The Louvre in Paris over a security threat pic.twitter.com/T5bwOskqhv
— Sky News (@SkyNews) May 7, 2017