Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að karlmaður sem er grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum á hóteli á Selfossi um miðjan febrúar sitji áfram í gæsluvarðhaldi.
Manninum hafði verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til gærdagsins en núna hefur það verið framlengt um fjórar vikur.
Dóminum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Maðurinn er einnig grunaður um kynferðislega áreitni gagnvart þriðju konunni. Lögregla segir sterkan grun um að maðurinn hafi gerst sekur um öll brotin þrjú.
Maðurinn, sem er spænskur, var hnepptur í varðhald í kjölfar handtöku sinnar á vettvangi mánudaginn 13. febrúar. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi allar götur síðan.