Hundur rak svartbjörn á brott

Svartbjörn á ferð. Mynd úr safni.
Svartbjörn á ferð. Mynd úr safni.

Mynd­bands­upp­taka náðist af svart­birni í Kali­forn­íu þar sem hann ráfaði í kring­um íbúðabyggð ná­lægt Los Ang­eles. Þar tók hann meðal ann­ars nokk­ur sund­tök í sund­laug en þegar hann hugðist færa sig um set mætti hann ókunnri ógn.

Var þar á ferð hund­ur sem verja vildi heim­ili sitt og íbúa þess gegn þess­um óboðna gesti. Sjón er sögu rík­ari af þess­um stuttu kynn­um dýr­anna tveggja:

mbl.is