Myndbandsupptaka náðist af svartbirni í Kaliforníu þar sem hann ráfaði í kringum íbúðabyggð nálægt Los Angeles. Þar tók hann meðal annars nokkur sundtök í sundlaug en þegar hann hugðist færa sig um set mætti hann ókunnri ógn.
Var þar á ferð hundur sem verja vildi heimili sitt og íbúa þess gegn þessum óboðna gesti. Sjón er sögu ríkari af þessum stuttu kynnum dýranna tveggja: