86 sagt upp störfum á Akranesi

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

For­svars­menn HB Granda til­kynntu trúnaðarmönn­um starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins á Akra­nesi á fundi í dag að botn­fisk­vinnsla þess í bæn­um yrði lögð af frá og með 1. sept­em­ber. Viðræður á milli HB Granda og Akra­nes­kaupstaðar um bætta aðstöðu fyr­ir­tæk­is­ins hafa verið gagn­leg­ar að mati fyr­ir­tæk­is­ins en ekki breytt fyrri áform­um þess.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá HB Granda til Kaup­hall­ar­inn­ar. „Viðræðurn­ar hafa nýst vel til gagn­kvæmra upp­lýs­inga og munu gagn­ast aðilum til framtíðar. Niðurstaða viðræðna hef­ur þó ekki breytt þeim áform­um HB Granda að sam­eina botn­fisk­vinnslu fé­lags­ins á Akra­nesi við botn­fisk­vinnslu fé­lags­ins í Reykja­vík 1. sept­em­ber næst­kom­andi.“

Enn frem­ur seg­ir að 270 manns starfi hjá HB Granda á Akra­nesi og dótt­ur­fé­lög­um fyr­ir­tæk­is­ins og þar af fái 86 upp­sagn­ar­bréf um næstu mánaðamót. „Sam­tím­is og jafn­framt verður starfs­fólki boðið að sækja um önn­ur störf hjá HB Granda og dótt­ur­fé­lög­um í Reykja­vík og á Akra­nesi. Von­ir standa til að hægt verði að bjóða öllu starfs­fólki sem þess ósk­ar starf við hæfi.“

Þá seg­ir að starfs­fólki sem ekki fái vinnu við hæfi bjóðist aðstoð við at­vinnu­leit á veg­um HB Granda. Fyr­ir­tækið muni hafa sam­ráð við trúnaðar­menn og stétt­ar­fé­lög þeirra. Eft­ir sem áður reki HB Grandi upp­sjáv­ar­vinnslu, fiski­mjöls­verk­smiðju og dótt­ur­fé­lög­in Norðan­fisk og Vigni G. Jóns­son á Akra­nesi. Fé­lagið hyggst leggja kraft í að efla þess­ar rekstr­arein­ing­ar og full­vinnslu sjáv­ar­af­urða á Akra­nesi.

„For­ráðamenn Akra­nes­kaupstaðar og HB Granda munu halda áfram viðræðum um að standa að frek­ari upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs á Akra­nesi. Einn liður í því er að full­trú­ar Akra­nes­kaupstaðar í Faxa­flóa­höfn­um beiti sér fyr­ir því að ráðist verði í nauðsyn­leg­ar viðhaldsaðgerðir á Akra­nes­höfn,“ seg­ir að lok­um í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina