Framtíð HB Granda á Akranesi að skýrast?

For­stjóri HB Granda, Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, óskaði í dag eft­ir fundi með Vil­hjálmi Birg­is­syni, for­manni Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, og fór fund­ur­inn fram klukk­an 14:15. Fundað verður með starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins á Akra­nesi klukk­an 15:00.

Þetta kem­ur fram á vefsíðu Verka­lýðsfé­lags Akra­ness. Þar seg­ir að formaður fé­lags­ins hafi ekki vitað fyr­ir fund­inn með for­stjóra HB Granda hvert fund­ar­efnið yrði ná­kvæm­lega en óskað var eft­ir fund­in­um með skömm­um fyr­ir­vara. Fyr­ir­tækið til­kynnti fyrr á ár­inu um áform um að hætta botn­fisk­vinnslu sinni á Akra­nesi sem kost­ar 93 störf.

Þess­um áform­um var mót­mælt harðlega, meðal ann­ars af Verka­lýðsfé­lagi Akra­ness, og í kjöl­far þess hóf­ust viðræður á milli HB Granda og Akra­nes­kaupstaðar um mögu­lega upp­bygg­ingu hafn­ar­mann­virkja í bæn­um til þess að gera fyr­ir­tæk­inu bet­ur kleift að halda starf­semi sinni þar áfram.

Fram kem­ur í frétt­inni á vef fé­lags­ins, sem rituð var fyr­ir fund­inn með for­svars­mönn­um HB Granda, að von­andi yrði efni hans já­kvætt fyr­ir um­rædda starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is