„Gríðarlegt högg“ fyrir Akranes

„Þetta er gríðarlegt högg fyr­ir bæ­inn. Ég myndi áætla að þarna væru und­ir 150 störf ef tek­in eru með af­leiddu störf­in.“ Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, í sam­tali við mbl.is, í kjöl­far ákvörðunar HB Granda um að segja upp 86 starfs­mönn­um þar í bæ.

„Þeir eru að hætta botn­fisk­vinnslu á Akra­nesi eft­ir að hún hef­ur verið í bæn­um í rúm­lega hundrað ár. Það get­ur ekki verið nema á einn veg, það er virki­lega sorg­legt.“

Vil­hjálm­ur seg­ir það aug­ljóst að viðræður HB Granda við Akra­nes­bæ um að bæta hafn­ar­svæðið hafi ekki haft áhrif.

„Þeir segj­ast von­ast til að geta fundið öll­um starfs­mönn­um störf og þau eru að stór­um hluta í Reykja­vík. Það er ein­fald­lega þannig að þetta eru að lang­mestu leyti kon­ur í fisk­vinnsl­unni sem eiga börn í leik­skóla og skóla, þannig það verður erfitt fyr­ir þær að taka slíku boði, miðað við það sem ég heyrði frá starfs­mönn­um í dag,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. 

„Þarna bæt­ast við tveir klukku­tím­ar á vinnu­dag­inn, ef starfs­menn eiga að sækja vinnu til Reykja­vík­ur. Ég verð að segja al­veg eins og er, að þegar fisk­vinnslu­kona er búin að standa við færi­bandið í átta klukku­tíma, þá er dá­lítið mikið að bæta tveim­ur tím­um til viðbót­ar í ferðir fram og til baka. Þetta sögðu þær mér í dag.“

„En þetta er niðurstaðan og veru­leik­inn sem blas­ir við, það er ekk­ert öðru­vísi.“

mbl.is