Mygla í veggjum sérfræðinga í myglu

Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Eflu.
Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Eflu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkfræðistofan EFLA, sem hefur verið leiðandi í úttektum á myglu í byggingum hér á landi, þarf að flytja úr húsnæði sínu, meðal annars vegna rakaskemmda.

„Þetta eru í raun og veru rakaskemmdir og rakaskemmdum fylgir oft mygla, það hafa komið upp merki um myglu,“ segir Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, í Morgunblaðinu í dag.

 „Þetta kemur um leið og leigusamningurinn okkar var að renna út og við mátum það þannig að það væri skynsamlegra að flytja út frekar en að vera í húsinu á meðan á viðgerðum stæði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: