Starfsfólk HB Granda „sárt og dasað“

Konur við fiskvinnslu hjá HB Granda.
Konur við fiskvinnslu hjá HB Granda. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Skúlína Hlíf Guðmunds­dótt­ir, trúnaðarmaður starfs­manna hjá HB Granda á Akra­nesi, seg­ir að flest­ir starfs­menn séu sár­ir yfir þeim upp­sögn­um sem eru yf­ir­vof­andi. „Fólkið er hálf­dasað enn þá. Það er rosa­lega erfitt að vera í vinn­unni, þannig séð, en þetta er frá­bært fólk og við reyn­um að létta okk­ur lund­ina,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Spennu­fall hjá starfs­mönn­um

Skúlína Sif seg­ir að síðan í mars hafi flest­ir verið bún­ir að gera sér grein fyr­ir því í hvað stefndi. „Þá kom hálf­gert sjokk en samt hafði maður alltaf smá von um að það kæmi kannski eitt­hvað annað. En svo vor­um við, alla vega ég, feg­in að þetta er komið á hreint. Þá er þetta bara búið,“ bæt­ir hún við og seg­ir að spennu­fall hafi orðið hjá starfs­mönn­um eft­ir að greint var frá því í gær að 86 starfs­mönn­um HB Granda á Akra­nesi verði sagt upp um næstu mánaðamót.

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akra­nesi.

Óljóst hve mörg störf verða í boði

Að sögn for­svars­manna HB Granda verður starfs­fólk­inu boðið að sækja um önn­ur störf hjá fyr­ir­tæk­inu og dótt­ur­fé­lög­um þess í Reykja­vík og á Akra­nesi. Því starfs­fólki sem fær ekki vinnu við hæfi mun bjóðast aðstoð við at­vinnu­leit á veg­um HB Granda.

Skúlína Hlíf seg­ir að aðallega sé um að ræða störf í Reykja­vík. Ein­hver störf á Akra­nesi verða einnig í boði hjá Vigni G. Jóns­syni, dótt­ur­fyr­ir­tæki HB Granda, við hrogna­vinnslu og hjá öðru dótt­ur­fyr­ir­tæki, Norðan­fiski, en það fyr­ir­tæki sér­hæf­ir sig í áfram­vinnslu sjáv­ar­af­urða í stór­eld­hús- og neyt­endapakkn­ing­ar. Starfs­mönn­um hef­ur ekki staðið til boða að sækja um störf hjá HB Granda á Vopnafirði.

Að sögn Skúlí­nu hef­ur fyr­ir­tækið ekki greint frá því hversu mörg störf verða í boði. Hún seg­ir að fyr­ir­tækið sé að vinna í mál­un­um og nefn­ir að fund­ur verði hald­inn með starfs­mönn­um öðru hvoru meg­in við næstu mánaðamót.

Ákveða sig eft­ir upp­sagn­ar­bréfið

Hún seg­ir að flest­ir starfs­menn séu að jafna sig á áfall­inu og býst hún við því að fólk ákveði sig með fram­haldið eft­ir að upp­sagn­ar­bréfið berst um næstu mánaðamót. Fólk hef­ur rétt á að vinna til 1. sept­em­ber og á einnig sum­ar­frí inni.

Sjö starfs­menn þegar hætt­ir 

Síðan fyrstu fregn­ir bár­ust af upp­sögn­um í HB Granda í lok mars hafa sjö manns nú þegar sagt upp hjá fyr­ir­tæk­inu að sögn Skúlí­nu og hafið störf ann­ars staðar. Ein­hverj­ir starfs­menn til viðbót­ar hafa sótt um ný störf. „Ég veit að kon­ur hafa sótt um og fengið störf inni í Norðuráli og hjá Elkem [á Grund­ar­tanga] og einnig í smærri fyr­ir­tækj­um á Skag­an­um,“ grein­ir hún frá. Sum­ir munu hætta um næstu mánaðamót til að byrja í sum­araf­leys­ing­um ann­ars staðar.

HB Grandi.
HB Grandi.

Erfitt að þurfa að fara

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að það gæti reynst vand­kvæðum bundið fyr­ir starfs­menn að sækja störf hjá HB Granda í Reykja­vík. Skúlína Hlíf er sam­mála því. Marg­ar kon­ur séu með börn á leik­skóla- og skóla­aldri og tveggja klukku­tíma ferðalag fram og til baka suður til Reykja­vík­ur hjálpi ekki til. „Þetta verður mjög erfitt fyr­ir marga að þurfa að fara. Marg­ar kon­ur eru með smá­börn og þetta verður erfitt fyr­ir þær,“ seg­ir hún en aðspurð tel­ur hún að hlut­fall kvenna sem hafa starfað við botn­fisk­vinnsl­una á Akra­nesi sé 80 til 85%.

Sjálf hef­ur Skúlína ekki ákveðið hvað tek­ur við hjá sér. Hún ætl­ar að vinna hjá HB Granda til 1. sept­em­ber og at­huga svo með fram­haldið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina