Líður best uppi á þaki

Huckleberry er oft uppi á þaki.
Huckleberry er oft uppi á þaki. skjáskot/Instagram

Það eiga all­ir sinn upp­á­haldsstað, þetta gild­ir einnig um hund­inn Huckle­berry frá Aust­in í Texas í Banda­ríkj­un­um. Hans staður er hins veg­ar óvenju­leg­ur en hann á það til að hoppa upp á þak og njóta út­sýn­is­ins. 

Mörg­um þykir sér­stakt þegar þeir sjá stór­an Gold­en Retri­ver-hund uppi á þaki og hef­ur áhyggju­fullt fólk verið dug­legt að banka upp á hjá eig­end­um Huckle­berry og láta þá vita af þak­set­unni. Mirr­or grein­ir frá því að eig­end­urn­ir hafi séð sig til­neydda til þess að hengja upp miða við úti­dyra­h­urðina vegna uppá­tæk­is Huckle­berry. 

„Ekki vera ótta­sleg­in. Huckle­berry stend­ur und­ir nafni og lærði að hoppa upp á þak í bak­g­arðinum. Við skilj­um hann aldrei eft­ir í bak­g­arðinum án þess að ein­hver sé heima. Hann mun ekki hoppa af nema ein­hver lokki hann með mat eða bolta,“ skrifuðu eig­end­ur Huckle­berrys. „Við kunn­um að meta um­hyggju­semi ykk­ar en gerið það ekki banka upp á. Við vit­um að hann er þarna uppi. En endi­lega takið mynd­ir af hon­um og deilið með heim­in­um. #huckt­herroofdog.“

Meet Huckle­berry, the doggie who loves not­hing more than spend­ing time on the rooftop of his human's hou­se 🏡 🐶👀#huckt­heroofdog #gold­en­retriever #dog

A post shared by Feel The Phanta­sy 🎈📚🎨🌳🐕🐾🚴🏻😍 (@estrellas­andra) on May 14, 2017 at 8:46pm PDT



mbl.is