Boðað hefur verið til fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á miðvikudaginn klukkan 15.15 þar sem fjallað verður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf.
Fyrir nefndina mætir Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður sem var þátttakandi í S-hópnum svonefnda sem keypti Búnaðarbankann á sínum tíma. Þýski bankinn Hauck & Aufhäuser kom að viðskiptunum en samkvæmt rannsókninni kom hann ekki beint að þeim sem fjárfestir heldur sem lánveitandi. Ólafur óskaði eftir að koma fyrir nefndina.
Ólafur er sagður hafa gefið í skyn að hann hafi nýjar upplýsingar um málið sem búist er við að hann muni greina frá á fundinum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.