„Leynifélagið“ enn til?

Gerð grein fyrir sölu á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka …
Gerð grein fyrir sölu á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa og formælandi S-hópsins, og Peter Gatti, framkvæmdastjóri þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA. mbl.is/Árni Sæberg

Fé­lagið Dek­hill Advisors, sem fékk hluta hagnaðar­ins af Hauck & Auf­häuser-flétt­unni á móti Ólafi Ólafs­syni, virðist enn vera til. Ekki er útilokað að stjórnvöld geti nálgast upplýsingar um eigendur félagsins en þær ættu að vera á skrá í Sviss. RÚV greinir frá.

Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbanka frá því í lok mars kemur fram að ekki liggi fyr­ir óyggj­andi upp­lýs­ing­ar um raun­veru­lega eig­end­ur Dek­hill eða hverj­ir nutu hags­bóta af þeim fjár­mun­um sem greidd­ir voru til fé­lags­ins.

Árið 2006 voru 46,5 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala greidd­ar af banka­reikn­ingi Well­ing & Partners til af­l­ands­fé­lags­ins Dek­hill Advisors Lim­ited sem var skráð á Tor­tóla.

Nefndin sannreyndi einnig að þýski bankinn Hauck & Auf­häuser hafi aldrei í reynd verið fjár­fest­ir í Búnaðarbank­an­um þegar 45,8% hlut­ur rík­is­ins í hon­um var seld­ur í janú­ar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upp­hafi.

Greint er frá því í frétt RÚV að Dekhill hafi verið virkt eftir hrun og hafi átt í viðskiptum við Julius Bäer-bankann í Sviss. Þrátt fyrir að bankaleynd ríki í Sviss geta yfirvöld annarra ríkja óskað aðstoðar þarlendra yfirvalda til að nálgast bankaupplýsingar.

mbl.is