Sólin skein á Sólberg

Sólberg ÓF 1 á Siglufirði í dag.
Sólberg ÓF 1 á Siglufirði í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fjölmenni kom saman þegar Rammi ehf. í Fjallabyggð tók formlega á móti nýjum og fullkomnum frystitogara fyrirtækisins, Sólbergi ÓF 1, í blíðskaparveðri.

Skipið var smíðað í Tyrklandi og nemur fjárfestingin um fimm milljörðum króna.

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma, flutti ávarp.
Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma, flutti ávarp. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Í brú og vélarrúmi er skipið búið fullkomnum tæknibúnaði og í vinnslunni leysir sjálfvirkni mannshöndina af á mörgum sviðum. Bættur aðbúnaður um borð í löngum túrum og aukin verðmætasköpun eru meðal lykilatriða sem nást með nýja skipinu.

Sólberg var smíðaður í Tyrklandi.
Sólberg var smíðaður í Tyrklandi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Á meðal gesta voru Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.

 

mbl.is