Fjárfesting og tækniþróun lykilþættir

Kaldbakur EA á heimleið.
Kaldbakur EA á heimleið.

„Áfram­hald­andi fjár­fest­ing og tækniþróun eru lyk­ilþætt­ir í fram­leiðniaukn­ingu sjáv­ar­út­vegs og sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar. Sterkt gengi ís­lensku krón­unn­ar til lang­frama get­ur orðið veru­leg­ur þrösk­uld­ur fyr­ir áfram­hald­andi tækniþróun. Mik­il­vægt er að hafa burðug há­tæknifyr­ir­tæki hér inn­an­lands sem hafa þekk­ingu og fjár­magn til að vera leiðandi í framþróun og tækni í sjáv­ar­út­vegi.“

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í skýrslu sem ráðgjafa­fyr­ir­tækið Aton vann fyr­ir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Yf­ir­skrift henn­ar er „Næsta bylt­ing í sjáv­ar­út­vegi. Tækni­fram­far­ir og sjálf­virkni í sjáv­ar­út­vegi – áskor­an­ir og tæki­færi“. Skýrsl­an var kynnt á fjöl­sótt­um morg­un­verðar­fundi á þriðju­dag, en þar gerði Hug­inn Freyr Þor­steins­son, ráðgjafi hjá Aton og doktor í vís­inda­heim­speki, grein fyr­ir helst þátt­um í skýrsl­unni, en hann er aðal­höf­und­ur henn­ar.

Fjöl­mörg sókn­ar­færi fel­ast í tækni­bylt­ing­unni

„Þegar kem­ur að um­fangs­mikl­um breyt­ing­um af völd­um tækni hætt­ir fólki til að draga upp of dökka eða of já­kvæða mynd af mætti tækni­breyt­inga. Það er eng­inn vafi á því að sú tækni­breyt­ing sem er framund­an verður al­veg gríðarlega um­fangs­mik­il fyr­ir Ísland sem og hag­kerfi heims­ins en það er verk­efni stjórn­mála­manna, at­vinnu­lífs og op­in­berra stofn­ana að átta sig á áskor­un­um og ógn­un­um. Fjöl­mörg sókn­ar­færi fel­ast í þeirri tækni­bylt­ingu sem nú á sér stað í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi ef rétt er á mál­um haldið.

Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur stend­ur framar­lega þegar kem­ur að því að þróa há­tækni­lausn­ir sem nýt­ast í sjáv­ar­út­vegi og í sum­um til­fell­um er hægt að yf­ir­færa á önn­ur svið í mat­vælaiðnaði. Þekk­ing­in sem hef­ur byggst upp í þess­um efn­um þýðir að Íslend­ing­ar verða gerend­ur í þess­ari tækni­bylt­ingu í stað þess að þiggja lausn­ir frá öðrum eins og vafa­laust verður á mörg­um öðrum sviðum at­vinnu­lífs­ins. Sé rétt á mál­um haldið eru því frek­ari for­send­ur til vaxt­ar fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg en með breyttu sniði frá því sem höf­um áður séð.“

Fleiri störf og auk­in út­flutn­ings­verðmæti

Störf munu aukast í há­tækniiðnaði við þróun lausna og auk­in út­flutn­ings­verðmæti verða til við sölu á þeim lausn­um. Tryggja þarf að fólk í vinnslu sjáv­ar­af­urða geti sér­hæft sig í að nýta tækn­ina í sinni vinnu. Þetta mun einnig þýða betri nýt­ingu afurða, enn meiri vöruþróun og frek­ari virðis­auka. Þá fel­ast tæki­færi með nýrri tækni í að gera sjáv­ar­út­veg­inn enn um­hverf­i­s­vænni með minni los­un gróður­húsalof­teg­unda.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að stjórn­völd og fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi þurfi að huga að starf­semi sinni vítt og breitt um landið. Tækniþró­un­in þurfi líka að eiga sér stað úti á landi. Með þessu er átt við að tæknifyr­ir­tæki bygg­ist upp ná­lægt starfs­stöðvum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Til að svo megi verða sé hins veg­ar mik­il­vægt að full­nægj­andi innviðir séu til staðar á hlutaðeig­andi svæðum þannig að þekk­ing­ariðnaður fái þar þrif­ist.

Í skýrsl­unni seg­ir að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur eigi allt und­ir skil­yrðum hafs­ins og góð um­gengni við hafið sé for­senda þess að fiski­stofn­ar verði áfram til staðar og nýt­an­leg­ir kom­andi kyn­slóðum. Í skýrsl­unni er lögð áhersla á að tækni­breyt­ing­in, sem skili því að færri hend­ur vinni í fisk­vinnslu þrátt fyr­ir aukna verðmæta­sköp­un, kalli á störf í öðrum geir­um. Starfs­menn í há­tækniiðnaði sem þrói lausn­ir fyr­ir sjáv­ar­út­veg standi ekki fyr­ir utan sjáv­ar­út­veg­inn og því sé vill­andi að horfa ein­göngu til starfa í fisk­veiðum og fisk­vinnslu. Fólkið í þess­um störf­um sé hluti af þeim há­tækni­lega sjáv­ar­út­vegi sem þróaður hafi verið hér inn­an­lands.

Fiski­stofn­ar við Ísland séu full­nýtt­ir og því sé lyk­il­atriði til þess að auka tekj­ur í sjáv­ar­út­vegi að nýj­ung­ar í vinnslu skili hærra verði á mörkuðum og aðgangi að nýj­um mörkuðum. Á þessu ári hafi styrk­ing krón­unn­ar gert út­flutn­ings­grein­um erfitt fyr­ir en í sjáv­ar­út­vegi hafi verð afurða í er­lendri mynt hald­ist hátt sem vegi eitt­hvað á móti geng­is­breyt­ing­um.

Huginn Freyr Þorsteinsson.
Hug­inn Freyr Þor­steins­son.

Fjár­fest í skip­um fyr­ir 35 millj­arða

Í skýrsl­unni seg­ir að á ár­un­um 2014 og 2015 hafi verið metár í fjár­fest­ingu í sjáv­ar­út­vegi enda skuld­astaða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja orðin betri eft­ir erfið ár frá hruni. Á ár­un­um 2015-2017 hafi komið eða muni koma tólf ný stór fiski­skip til lands­ins og sam­an­lögð fjár­fest­ing í þeim sé a.m.k. 35 millj­arðar króna.

Mik­il hagræðing hafi átt sér stað í sjáv­ar­út­vegi, en slík þróun sé sjaldn­ast sárs­auka­laus þar sem það þýði að ein­hver fyr­ir­tæki hafi þurft að leggja upp laup­ana. Sú mikla offjár­fest­ing sem orðið hafði í geir­an­um, bæði í veiðum og vinnslu árin fyr­ir til­komu kvóta­kerf­is­ins hafði hins veg­ar skapað of­vax­inn sjáv­ar­út­veg sem ekki hafi verið rek­inn með arðsem­is­sjónamrið í huga. Vinda hafi þurft ofan af þeirri þróun.

Nú sé staðan sú að sjáv­ar­út­veg­ur­inn skili um­tals­verðum fjár­mun­um til sam­fé­lags­ins, í formi út­flutn­ingstekna, launa­tengdra gjalda, veiðigjalda og ekki síst þess iðnaðar sem í kring­um hann hafi skap­ast. Auk þess skili sjáv­ar­út­veg­ur­inn eig­end­um fyr­ir­tækja í grein­inni arði.

Hlut­falls­lega hafi dregið úr mik­il­vægi sjáv­ar­út­vegs­ins fyr­ir hag­kerfið, ein­fald­lega vegna þeirr­ar staðreynd­ar að hag­kerfið er nú fjöl­breytt­ara og efna­hag­ur­inn hvíli á fleiri stoðum en áður.

Í öðrum ríkj­um OECD nýt­ur sjáv­ar­út­veg­ur rík­is­styrkja

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé engu að síður ein af styrk­ustu stoðum ís­lensks efna­hags­lífs og á ár­un­um 2009-2016 hafi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki greitt vel á annað hundrað millj­arða króna í op­in­ber gjöld og árið 2015 hafi þau skapað 42% af öll­um út­flutn­ings­verðmæt­um ís­lensku þjóðar­inn­ar.

„Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er í þeirri stöðu að greiða til sam­fé­lags­ins. Í öll­um öðrum ríkj­um OECD nýt­ur sjáv­ar­út­veg­ur rík­is­styrkja, eins og land­búnaður. Slík staða er ekki sjálf­sögð, eins og sag­an sýn­ir. Hún gef­ur hins veg­ar færi á því að fara í enn meiri fjár­fest­ing­ar í átt til um­hverf­i­s­vænni veiða og vinnslu,“ seg­ir í skýrslu Aton.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: