Hundur snýr aftur án lambs

Bella og Blake hafa verið óaðskiljanleg síðan þau hittust fyrst.
Bella og Blake hafa verið óaðskiljanleg síðan þau hittust fyrst. Mynd/Facebook

Hvarf fjár­hunds­ins Bla­ke og lambs­ins Bellu hef­ur vakið tölu­verða at­hygli í Bretlandi, en um er að ræða bestu vini sem hafa verið óaðskilj­an­leg síðan þau hitt­ust fyrst. 

Bla­ke og Bella hurfu frá heim­ili sínu í Nott­hing­ham­skíri fyr­ir þrem­ur vik­um, en nú er Bla­ke kom­inn í leit­irn­ar, án Bellu sinn­ar. Eig­andi dýr­anna, Na­talie Haywood, seg­ir Bla­ke vel á sig kom­inn og að hann láti eins og ekk­ert hafi í skorist. Haywood sakn­ar hins veg­ar enn þá Bellu, en er sann­færð um að Bla­ke muni aðstoða við leit­ina að henni. BBC grein­ir frá.

Þúsund­ir hafa skráð sig í Face­book-hóp sem held­ur utan um leit­ina og sjón­varps­maður­inn Phil­ip Schofield hef­ur boðið 1.000 pund í fund­ar­laun. Átta ör­ygg­is­mynda­vél­ar voru sett­ar upp til að reyna að hafa upp á vin­un­um og leit­ar­hund­ar hafa lagt sitt af mörk­um. Þá hef­ur leit­in fengið sitt eigið myllu­merki: #find­bla­ke­and­bella. Því verður þó vænt­an­lega breytt núna í #find­bella.

Bella var aðeins fimm vikna þegar Haywood tók hana að sér. Bla­ke tók strax ást­fóstri við litla lambið og fljót­lega voru þau far­in að fylgja hvort öðru hvert fót­spor.

mbl.is