Íbúafundur vegna Kársnesskóla

Kársnesskóli er kominn til ára sinna og illa farinn. Þar …
Kársnesskóli er kominn til ára sinna og illa farinn. Þar er bæði mygla og leki. mbl.is/Eggert

Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að halda íbúafund í næstu viku til þess að kynna áform sín um að rífa Kársnesskóla.

Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í gær að fresta ákvörðunartöku um hvort skólinn verði rifinn um tvær vikur. Fyrst vill bærinn kynna málið fyrir bæjarbúum.

Þetta staðfestir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar.

Mygla, raka­skemmd­ir og leki  fyr­ir­finnst í núverandi húsnæði Kársnesskóla við Skólagerði. Ekki er víst að það svari kostnaði að ráðast í end­ur­bæt­ur á hús­inu.

mbl.is