Afmælisbarnið komið „út á ísinn“

John Snorri Sigurjónsson á toppi Lhotse.
John Snorri Sigurjónsson á toppi Lhotse.

Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson sem hyggst klífa á topp K2, næsthæsta fjalls heims, er lagður af stað með hópnum sínum „út á ísinn“ á leið sinni upp í grunnbúðir fjallsins. Áætlað er að það taki hópinn um sjö til níu daga að komst upp í grunnbúðir K2. Þar dvelur hann í um viku og vinnur að því að leggja línur upp í fyrstu búðir. 

Í dag hefur hann gengið í um 16 kílómetra á tæpum sjö klukkustundum og hækkunin hefur verið rúmir þrjú þúsund metrar. Hér er hægt að fylgjast með hvernig honum gengur.

Þess má geta að John Snorri á afmæli í dag og er 44 ára gamall og mbl.is óskar honum að sjálfsögðu til hamingju með daginn og góðs gengis. 

mbl.is