Baráttan við náttúruöflin

00:00
00:00

Veru­leiki sem blas­ir við vín­fram­leiðend­um dags­ins í dag er aðeins ann­ar en sá sem var. Nú eru flóð, hagl­él, þurrk­ar, úr­helli og jafn­vel frost nán­ast eitt­hvað sem hægt er að ganga að vísu.

Áður var það sam­keppni milli fram­leiðenda um hver biði besta vín­ir en nú eru þeir sam­stíga í bar­átt­unni við nátt­úru­öfl­in - að bjarga fram­leiðslunni.

Í Chile og Ástr­al­íu í fyrra ollu hita­bylgj­ur því að skógar­eld­ar geisuðu á vín­fram­leiðslu­svæðum og í Frakklandi þurrkuðu hagl­él í apríl nán­ast út alla fram­leiðslu árs­ins. 

Vín­fram­leiðslan í heim­in­um hef­ur ekki verið minni í tvo ára­tugi og hún var í fyrra, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá alþjóðasam­tök­um vín­fram­leiðenda, In­ternati­onal Org­an­izati­on of Vine and Wine.

Til þess að ræða vand­ann sem steðjar að eru fjöl­marg­ir vín­fram­leiðend­ur komn­ir sam­an í Bordeaux-héraði í Frakklandi þar sem rætt er um til hvaða ráða verði hægt að grípa. Lofts­lags­mál eru vín­fram­leiðend­um of­ar­lega í huga enda telja þeir að ef gripið verður til aðgerða í þeim mál­um verði hægt að draga úr skaðanum. 

Atriði eins og hlýn­un jarðar hafa mik­il áhrif á vín­fram­leiðslu enda vínviður mjög viðkvæm planta, seg­ir Gaia Gaja,eig­andi Gaja Winery á Ítal­íu. Vínviður sé eins og hita­mæl­ir sem skynj­ar hita­breyt­ing­ar í um­hverf­inu sama hversu smá­vægi­leg­ar þær eru.

Á sama tíma og um­hverf­is­mál eru rædd í Bordeaux þá virðast líf­ræn ræktuð vín njóta sí­fellt meiri vin­sælda meðal upp­lýstra neyt­enda.

AFP
AFP
mbl.is