Starfsleyfi sjókvíaeldis ógilt

Sjókvíaeldi á regnbogasilungi.
Sjókvíaeldi á regnbogasilungi. Umhverfisstofnun

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála ógilti í gær starfs­leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar varðandi 6.800 tonna sjókvía­eldi regn­bogasil­ungs í Ísa­fjarðar­djúpi sem gefið var út 25. októ­ber á síðasta ári. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu en það er fyr­ir­tækið Háa­fell sem á og rek­ur sjókvía­eldið.

Það var Geiteyri ehf. og Ak­ur­holt ehf., sem eig­end­ur Haffjarðarár í Hnappa­dal, Veiðifé­lag Laxár á Ásum, Atli Árdal Ólafs­son, sem eig­andi hluta veiðirétt­ar í Hvanna­dalsá, Langa­dalsá og Þverá í inn­an­verðu Ísa­fjarðar­djúpi, og Varp­land ehf., eig­andi hluta veiðirétt­ar í Langa­dalsá og Hvanna­dalsá í inn­an­verðu Ísa­fjarðar­djúpi, sem kærðu ákvörðun Um­hverf­is­stofn­un­ar frá 25. októ­ber 2016 um út­gáfu starfs­leyf­is til Háa­fells ehf. fyr­ir sjókvía­eldi í inn­an­verðu Ísa­fjarðar­djúpi á 6.800 tonna árs­fram­leiðslu af regn­bogasil­ungi og 200 tonna árs­fram­leiðslu af þorski. Er þess kraf­ist að ákvörðunin verði felld úr gildi.

Þetta kort frá Landssambandi veiðifélaga sýnir hvar regnbogasilungur hefur nú …
Þetta kort frá Lands­sam­bandi veiðifé­laga sýn­ir hvar regn­bogasil­ung­ur hef­ur nú veiðst í ám og fjörðum. Kort/​Lands­sam­band veiðifé­laga

„Í úr­sk­urðinum seg­ir m.a. að yfir all­an vafa sé haf­in sú laga­skylda allra leyf­is­veit­enda að taka rök­studda af­stöðu til álits Skipu­lags­stofn­un­ar um mat á um­hverf­isáhrif­um þeirra fram­kvæmda sem til um­fjöll­un­ar eru og kynna sér mats­skýrslu fram­kvæmdaaðila. Í rök­studdri af­stöðu leyf­is­veit­anda verði að fel­ast efni rök­stuðnings sem upp­fyll­ir áskilnað 22. gr. stjórn­sýslu­laga þar um.

Þá seg­ir að álit Skipu­lags­stofn­un­ar hafi verið þess efn­is, að helstu nei­kvæð áhrif fyr­ir­hugaðs fisk­eld­is fæl­ust í auk­inni hættu á að sjúk­dóm­ar og laxal­ús bær­ust í villta lax­fiska­stofna á svæðinu og að regn­bogasil­ung­ur slyppi úr eldi í mikl­um mæli og kynni að hafa nei­kvæð áhrif á orðspor viðkom­andi veiðiáa ef hann veidd­ist þar í um­tals­verðu magni. 

Í starfs­leyf­inu hafi hvergi verið nefnt að mat á um­hverf­isáhrif­um hafi farið fram og að álit Skipu­lags­stofn­un­ar þar um liggi fyr­ir. Þá seg­ir í úr­sk­urðinum, að ekki verði fram hjá því litið að án til­vís­un­ar til álits Skipu­lags­stofn­un­ar og um­fjöll­un­ar um ein­stök efn­is­atriði þess, eft­ir því sem at­vik gefa til­efni til, sé ekki við því að bú­ast að aðili geti skilið hvers vegna niðurstaða máls hef­ur orðið sú sem raun varð á.

Loks væri ekki vikið að því í starfs­leyf­inu hvort mat á um­hverf­isáhrif­um á mis­mun­andi val­kost­um fram­kvæmd­ar­inn­ar hafi farið fram,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu. 

Regnbogasilungur úr Varmá.
Regn­bogasil­ung­ur úr Varmá. mbl.is/​Ein­ar Falur Ing­ólfs­son

Með hliðsjón af þessu væri ekki hægt að fall­ast á að Um­hverf­is­stofn­un hafi með ásætt­an­leg­um hætti tekið rök­studda af­stöðu til álits Skipu­lags­stofn­un­ar um mat á um­hverf­isáhrif­um. 

„Fleira er síðan sagt at­huga­vert við und­ir­bún­ing og meðferð hins kærða starfs­leyf­is, svo sem að ekki var getið um kæru­heim­ild né kæru­frest í hinu kærða starfs­leyfi og aug­lýs­ing um starfs­leyfið hafi ekki verið með full­nægj­andi hætti. Til­gang­ur aug­lýs­ing­ar með lögákveðnum hætti væri einkum til að upp­lýsa al­menn­ing um að ákveðinni málsmeðferð hafi lokið með leyf­is­veit­ingu, gefa hon­um kost á að kynna sér for­send­ur þar að baki og taka af­stöðu til þess hvort ástæða sé til að kæra viðkom­andi leyfi.

Loks er staðfest að til­greind veiðitala veiddra fiska telj­ist sá fisk­ur sem veidd­ur er og hvort fiski sé sleppt hafi ekki áhrif á veiðitöl­ur. Ekki verði séð að rök­rétt sé sú staðhæf­ing að ekki skuli telja sleppt­an fisk með í veiðitöl­um viðkom­andi veiðiár,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Hér er úr­sk­urður­inn í heild

Hér er ákvörðun UST um að veita starfs­leyfið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina