Ósætti innan veiðigjaldanefndar

Þorsteinn Pálsson er formaður nefndarinnar.
Þorsteinn Pálsson er formaður nefndarinnar. mbl.is/Rax

Þver­póli­tísku nefnd­inni sem Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra skipaði í vor til að móta til­lög­ur um „hvernig tryggja megi sann­gjarna gjald­töku fyr­ir af­not af fisk­veiðiauðlind­inni,“ líkt og sagði í frétt ráðuneyt­is­ins í maí, var ætlað að „skapa grund­völl að þver­póli­tískri og víðtækri sátt í sam­fé­lag­inu um sjáv­ar­út­veg­inn.“ Harla litl­ar lík­ur eru tald­ar á því að sátt ná­ist í nefnd­inni um til­lög­ur.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins létu þrír full­trú­ar í nefnd­inni, þau Svandís Svavars­dótt­ir, VG, Páll Jó­hann Páls­son, Fram­sókn­ar­flokki, og Logi Ein­ars­son, Sam­fylk­ingu, bóka á síðasta fundi nefnd­ar­inn­ar nú í viku­byrj­un harðorða gagn­rýni á formann nefnd­ar­inn­ar, Þor­stein Páls­son.

Viðreisn og Björt framtíð

Til­efni bók­un­ar­inn­ar var grein sem Þor­steinn skrifaði í vef­ritið Kjarn­ann í síðustu viku, und­ir fyr­ir­sögn­inni Hvað breytt­ist með nýrri rík­is­stjórn?

Þar sagði Þor­steinn m.a.: „Mesta hætt­an fyr­ir þessa tvo flokka [Viðreisn og Bjarta framtíð, inn­skot blm.] í fram­hald­inu er sú að í því breiða sam­tali sem lagt hef­ur verið upp með á nokkr­um sviðum nái Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sam­an með þeim tveim­ur flokk­um í minni­hlut­an­um [VG og Fram­sókn, inn­skot blm.] sem mest eru á móti breyt­ing­um. Á næstu mánuðum eða miss­er­um kom­ast þeir flokk­ar tæp­ast hjá því að svara hvert hug­ur þeirra stefn­ir í þeim efn­um.“

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er vitnað í grein Þor­steins Páls­son­ar í bók­un­inni og það sem hann skrif­ar um VG og Fram­sókn­ar­flokk­inn. Svandís, Páll Jó­hann og Logi taka það fram í bók­un sinni að vand­séð sé að formaður nefnd­ar­inn­ar sé að vinna að því marki að ná víðtækri sátt um gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi, með til­vitnuðum skrif­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: