Samgöngustofa hefur staðfest við Morgunblaðið að svokölluð neyðarflugbraut á Reykjavíkurflugvelli, 06/24, er lokuð.
Í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Morgunblaðsins í gær segir orðrétt: „Aðkoma Samgöngustofu að breytingum á flugvellinum snýr fyrst og fremst að eftirliti með rekstri flugvalla og flugleiðsöguþjónustu. Verkefni stofnunarinnar hvað umræddar breytingar varðar afmarkast af yfirferð á áhættumati rekstraraðila um að flugöryggi á flugvellinum sé tryggt. Samgöngustofa rýndi áhættumatið og féllst á niðurstöðu þess. Það staðfestist að flugbraut 06/24 er lokuð.“